Innlent

Þórunn mögu­lega aftur í fram­boð í Kraganum

Atli Ísleifsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015. Vísir/Vilhelm

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er nú orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.

Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun en hún staðfestir þar að nafn hennar hafi verið nefnt við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar og sé til skoðunar þar.

Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Var hún þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Áður hefur Guðmundur Andri Thorsson, sem leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum, sagst vilja halda áfram og þá hefur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagst vilja leiða lista flokksins í kjördæminu í komandi kosningum. 

Rósa gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar eftir að hafa setið sem óháður þingmaður um nokkurt skeið. Hún var kjörin á þing fyrir Vinstri græna, en sagði skilið við flokkinn um mitt síðasta ár.

Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015.


Tengdar fréttir

Vara­for­maðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×