Mark og þrjár stoðsendingar frá Gylfa er Everton sló út Tottenham Anton Ingi Leifsson skrifar 10. febrúar 2021 22:52 Gylfi skorar í kvöld. Tony McArdle/Getty Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt og lagði upp tvö önnur er Everton tryggði sér sæti í átta liða úrslitum bikarsins með 5-4 sigri á gömlu félögum Gylfa í Tottenham. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa til að kynna, bráðfjörugur. Fyrri hálfleikurinn var stórkostleg skemmtun. Davinson Sanchez kom Tottenham yfir á þriðju mínútu eftir hornspyrnu en á rúmri sjö og hálfri mínútu gerðu Everton þrjú mörk. Dominic Calvert-Lewin skoraði fyrsta markið á 36. mínútu eftir sendingu frá Gylfa og tveimur mínútum síðar kom Richarlison Everton yfir með þrumuskoti fyrir utan teig. Dominic Calvert-Lewin is on fire 🔥#EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/Fo4ESXeAuF— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Fjórum mínútum síðar felldi Pierre Emil Højberg Calvert-Lewin sem fékk boltann frá Gylfa og vítaspyrna dæmd. Fyrirliðinn, Gylfi Þór, steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi gegn gömlu félögunum. Sigurdsson strikes against his former side 🤯#EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/03VIhzTmpy— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Dramatíkinni var ekki lokið í fyrri hálfleik því Erik Lamela minnkaði muninn fyrir hlé og síðari hálfleikur var tólf mínútna gamall er Davinson Sanchez jafnaði. Aftur eftir hornspyrnu og allt jafnt. 3-3. Everton náði að komast aftur yfir á 68. mínútu. Gylfi fann þá Richarlison, sem var orðinn fremsti maður Everton vegna meiðsla Calvert-Lewin, sem skaut boltanum í stöng og inn. Unstoppable, Richarlison 🔥#EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/nCt21SemKV— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Áttunda mark leiksins kom á 83. mínútu. Eftir darraðadans eftir hornspyrnu átti Heung-Min Son frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Harry Kane stangaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Gylfi Þór lagði upp sitt þriðja mark á 98. mínútu er hann lyfti boltanum snilldarlega inn fyrir á Bernard sem þrumaði boltanum með vinstri fæti í netið. It's 5... 🤯#EmiratesFACuppic.twitter.com/jmFsJ2104I— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og Everton er því komið áfram í átta liða úrslitum enska bikarsins ásamt Manchester United, Bournemouth, Man. City, Leicester og Sheffield United. Síðustu tveir leikirnir fara fram annað kvöld er Wolves og Southampton mætast annars vegar og Barnsley og Chelsea hins vegar. Dregið verður í átta liða úrslitin annað kvöld. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt og lagði upp tvö önnur er Everton tryggði sér sæti í átta liða úrslitum bikarsins með 5-4 sigri á gömlu félögum Gylfa í Tottenham. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa til að kynna, bráðfjörugur. Fyrri hálfleikurinn var stórkostleg skemmtun. Davinson Sanchez kom Tottenham yfir á þriðju mínútu eftir hornspyrnu en á rúmri sjö og hálfri mínútu gerðu Everton þrjú mörk. Dominic Calvert-Lewin skoraði fyrsta markið á 36. mínútu eftir sendingu frá Gylfa og tveimur mínútum síðar kom Richarlison Everton yfir með þrumuskoti fyrir utan teig. Dominic Calvert-Lewin is on fire 🔥#EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/Fo4ESXeAuF— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Fjórum mínútum síðar felldi Pierre Emil Højberg Calvert-Lewin sem fékk boltann frá Gylfa og vítaspyrna dæmd. Fyrirliðinn, Gylfi Þór, steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi gegn gömlu félögunum. Sigurdsson strikes against his former side 🤯#EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/03VIhzTmpy— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Dramatíkinni var ekki lokið í fyrri hálfleik því Erik Lamela minnkaði muninn fyrir hlé og síðari hálfleikur var tólf mínútna gamall er Davinson Sanchez jafnaði. Aftur eftir hornspyrnu og allt jafnt. 3-3. Everton náði að komast aftur yfir á 68. mínútu. Gylfi fann þá Richarlison, sem var orðinn fremsti maður Everton vegna meiðsla Calvert-Lewin, sem skaut boltanum í stöng og inn. Unstoppable, Richarlison 🔥#EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/nCt21SemKV— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Áttunda mark leiksins kom á 83. mínútu. Eftir darraðadans eftir hornspyrnu átti Heung-Min Son frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Harry Kane stangaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Gylfi Þór lagði upp sitt þriðja mark á 98. mínútu er hann lyfti boltanum snilldarlega inn fyrir á Bernard sem þrumaði boltanum með vinstri fæti í netið. It's 5... 🤯#EmiratesFACuppic.twitter.com/jmFsJ2104I— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og Everton er því komið áfram í átta liða úrslitum enska bikarsins ásamt Manchester United, Bournemouth, Man. City, Leicester og Sheffield United. Síðustu tveir leikirnir fara fram annað kvöld er Wolves og Southampton mætast annars vegar og Barnsley og Chelsea hins vegar. Dregið verður í átta liða úrslitin annað kvöld. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.