Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 21:21 Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira