Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér kasta spjótinu á Ólympíuleikinum í Ríó í Brasilíu árið 2016. Getty/Shaun Botterill Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram. „Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Sjá meira
„Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Sjá meira