Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson er spennandi leikmaður ekki síst þar sem hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að verða enn betri. S2 Sport Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar. „Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira