Stutt svar við grein Þrastar Ólafssonar um ofanískurðarmokstur Þórarinn Lárusson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs.
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun