BBC segir frá því að nepölsk ferðamálayfirvöld hafi á sínum tíma vottað að Narender Singh Yadav og Seema Rani Goswami hafi sigrað fjallið.
Hins vegar var ráðist í rannsóknina þegar þeim mistókst að sýna fram á nokkur gögn sem sönnuðu að þau hafist raunverulega komist á topp fjallsins þegar Yadav var tilnefndur til hinna virtu Tenzing Norgay verðlauna. Aðrir fjallagarpar fóru þá að draga afrek þeirra Yadav og Goswami í efa.
Yadav og Goswami hafa enn ekki tjáð sig um málið, en talsmaður ferðamálaráðuneytis Nepals segir í samtali við AFP að eftir að hafa rætt við aðra fjallgöngumenn hafi komið í ljós að þau hafi aldrei komist alla leið á toppinn og ekki sýnt fram á myndir eða önnur gögn sem sönnuðu slíkt. „Við rannsókn okkar komumst við að því að þau höfðu sent inn fölsuð gögn, þar á meðal ljósmyndir.“
Ferðamálamálayfirvöld hafa sömuleiðis sektað fyrirtækið sem skipulagði ferð þeirra á Everest og þá sjerpa sem aðstoðuðu þau Yaday og Goswami í ferðinni.