Umfjöllun: Þór Ak. - Þór Þ. 75-91 | Þór Þ. númeri of stór fyrir Þór A. Karl Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 20:45 Þór Þorlákshöfn vann frábæran sigur á nöfnum sínum frá Akureyri í kvöld. Vísir/Elín Björk Það er alltaf viðburður þegar nafnarnir Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn mætast. Í kvöld var viðburðurinn þó stærri þar sem Lárus Jónsson þjálfari Þór Þ. heimsótti fyrrum lærisveina sína í Þór A. Fyrir leikinn var vitað að varnarleikur heimamanna yrði að vera þéttur gegn fljúgandi Þórsurum frá Þorlákshöfn. Því var þó ekki alveg að heilsa í fyrri hálfleik því staðan var 41-51 fyrir gestina. Munurinn fór mest upp í 18 stig í seinni hálfeik og gestirnir lönduðu öruggum og sanngjörnum sigri 75-91. Larry Thomas setti 20 stig, tók 8 fráköst og sendi 5 stoðsendingar fyrir þá sunnlensku, Styrmir Snær skoraði 16, Ragnar Örn 15 og Adomas Drungilas var með 11 stig og heil 16 fráköst. Emil Karel átti mjög góða innkomu af bekknum og skoraði 13 stig. Callum Lawson hafði frekar hægt um sig en lék varnarleikinn af stakri prýði. Hjá heimamönnum var Dedrick Basile stigahæstur með 22 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Srdan Stojanovic var með 19 stig, nánast öll í seinni hálfleik, Ivan Alcolada skoraði aðeins 11 stig en var lengstum í öruggum höndum Drungilas en tók jafnframt 9 stig. Þá setti Andrius Globys 10 stig og Kolbeinn Fannar 7. Gestirnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir léku fantavörn og fengu auðveldar körfur hinum megin að launum. Ivan fékk yfirleitt tvo varnarmenn á sig á blokkinni og náði ekki alltaf að skila boltanum af sér. Þegar það tókst og heimamenn náðu opnu skoti hittu þeir illa. Ivan hélt þó sínum mönnum á floti í fyrsta leikhluta og skoraði bróðurpartinn af sínum stigum þá. Varnarleikur heimamanna var ekki til söguefni til næsta bæjar því það var engu líkara en þeir gleymdu sér hvað eftir annað og gestirnir nánast löbbuðu inn í heilaga svæðið í vítateignum og skoruðu auðveldar körfur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-28. Eftir tvær mínútur af öðrum leikhluta var munurinn kominn niður í 4 stig, varnarleikur heimamanna mun skárri til að byrja með í leikhlutanum. En þá komu 10 stig í röð hjá gestunum og þeir hleyptu Þórsurum ekki nær það sem eftir lifið leiks. Staðan í hálfleik 41-51, eftir flautuþrist frá Andrius Globys. Það var vitað mál að fyrstu 2-3 leikmínúturnar í þriðja leikhluta myndu teikna upp framhaldið. Srdan Stojanovic var nú vaknaður af værum blundi og sýndi sitt rétta andlit og varnarleikurinn var ögn skárri. Munurinn fór niður í 8 stig í leikhlutanum og virtist á tímabili sem heimamönnum vantaði aðeins herslumuninn til að komast enn nær gestunum. En einhvern veginn voru gestirnir alltaf með réttar körfur á réttum tíma til að stöðva þessi litlu áhlaup og héldu heimamönnum alltaf í þægilegri fjarlægð. Staðan eftir þriðja leikhluta 59-75. Fljótlega í 4. leikhlutanum náðu gestirnir úr Þorlákshöfn sínum mesta muni eða 18 stigum, 65-83 og úrslitin í raun ráðin á þeim tíma. Síðustu 3 mínúturnar fóru þjálfararnir dýpra á bekkinn og leyfðu óreyndari leikmönnum að safna mínútum í sarpinn. Lokatölur 75-91. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheildin hjá Þór Þorlákshöfn er alveg gríðarlega sterk. Jafnvægið í liðinu er mjög mikið á milli sóknarleiks inni í teig og svo fyrir utan þriggja stiga línu og líkamsburðir þeirra og hæð í sérflokki sem gerir sóknarleik andstæðinganna mjög erfiðan. Þeir hafa sterka 8 manna róteringu og Emil Karel og Halldór Garðar, sem verið hafa byrjunarliðsmenn síðustu ár, koma nú af bekknum og gera virkilega góða hluti. Hvað gekk illa? Varnarleikur heimamanna í Þór var strax í upphafi ekki góður. Það virtist vanta meiri árvekni því hvað eftir annað gátu gestirnir komið sér inn í vítateiginn og hagað sér nánast að vild þar. Færslur og hjálparvörn voru ekki í lagi. En gestirnir voru bara númeri of stórir enda eitt allra besta lið deildarinnar. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Þórs Akureyri er gegn Haukum 28. febrúar á útivelli. Það gæti orðið mjög mikilvægur leikur miðað við stöðu liðanna í dag. Nafnar þeirra úr Þorlákshöfn taka á sama tíma á móti Njarðvíkingum í Þorlákshöfn. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti
Það er alltaf viðburður þegar nafnarnir Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn mætast. Í kvöld var viðburðurinn þó stærri þar sem Lárus Jónsson þjálfari Þór Þ. heimsótti fyrrum lærisveina sína í Þór A. Fyrir leikinn var vitað að varnarleikur heimamanna yrði að vera þéttur gegn fljúgandi Þórsurum frá Þorlákshöfn. Því var þó ekki alveg að heilsa í fyrri hálfleik því staðan var 41-51 fyrir gestina. Munurinn fór mest upp í 18 stig í seinni hálfeik og gestirnir lönduðu öruggum og sanngjörnum sigri 75-91. Larry Thomas setti 20 stig, tók 8 fráköst og sendi 5 stoðsendingar fyrir þá sunnlensku, Styrmir Snær skoraði 16, Ragnar Örn 15 og Adomas Drungilas var með 11 stig og heil 16 fráköst. Emil Karel átti mjög góða innkomu af bekknum og skoraði 13 stig. Callum Lawson hafði frekar hægt um sig en lék varnarleikinn af stakri prýði. Hjá heimamönnum var Dedrick Basile stigahæstur með 22 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Srdan Stojanovic var með 19 stig, nánast öll í seinni hálfleik, Ivan Alcolada skoraði aðeins 11 stig en var lengstum í öruggum höndum Drungilas en tók jafnframt 9 stig. Þá setti Andrius Globys 10 stig og Kolbeinn Fannar 7. Gestirnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir léku fantavörn og fengu auðveldar körfur hinum megin að launum. Ivan fékk yfirleitt tvo varnarmenn á sig á blokkinni og náði ekki alltaf að skila boltanum af sér. Þegar það tókst og heimamenn náðu opnu skoti hittu þeir illa. Ivan hélt þó sínum mönnum á floti í fyrsta leikhluta og skoraði bróðurpartinn af sínum stigum þá. Varnarleikur heimamanna var ekki til söguefni til næsta bæjar því það var engu líkara en þeir gleymdu sér hvað eftir annað og gestirnir nánast löbbuðu inn í heilaga svæðið í vítateignum og skoruðu auðveldar körfur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-28. Eftir tvær mínútur af öðrum leikhluta var munurinn kominn niður í 4 stig, varnarleikur heimamanna mun skárri til að byrja með í leikhlutanum. En þá komu 10 stig í röð hjá gestunum og þeir hleyptu Þórsurum ekki nær það sem eftir lifið leiks. Staðan í hálfleik 41-51, eftir flautuþrist frá Andrius Globys. Það var vitað mál að fyrstu 2-3 leikmínúturnar í þriðja leikhluta myndu teikna upp framhaldið. Srdan Stojanovic var nú vaknaður af værum blundi og sýndi sitt rétta andlit og varnarleikurinn var ögn skárri. Munurinn fór niður í 8 stig í leikhlutanum og virtist á tímabili sem heimamönnum vantaði aðeins herslumuninn til að komast enn nær gestunum. En einhvern veginn voru gestirnir alltaf með réttar körfur á réttum tíma til að stöðva þessi litlu áhlaup og héldu heimamönnum alltaf í þægilegri fjarlægð. Staðan eftir þriðja leikhluta 59-75. Fljótlega í 4. leikhlutanum náðu gestirnir úr Þorlákshöfn sínum mesta muni eða 18 stigum, 65-83 og úrslitin í raun ráðin á þeim tíma. Síðustu 3 mínúturnar fóru þjálfararnir dýpra á bekkinn og leyfðu óreyndari leikmönnum að safna mínútum í sarpinn. Lokatölur 75-91. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheildin hjá Þór Þorlákshöfn er alveg gríðarlega sterk. Jafnvægið í liðinu er mjög mikið á milli sóknarleiks inni í teig og svo fyrir utan þriggja stiga línu og líkamsburðir þeirra og hæð í sérflokki sem gerir sóknarleik andstæðinganna mjög erfiðan. Þeir hafa sterka 8 manna róteringu og Emil Karel og Halldór Garðar, sem verið hafa byrjunarliðsmenn síðustu ár, koma nú af bekknum og gera virkilega góða hluti. Hvað gekk illa? Varnarleikur heimamanna í Þór var strax í upphafi ekki góður. Það virtist vanta meiri árvekni því hvað eftir annað gátu gestirnir komið sér inn í vítateiginn og hagað sér nánast að vild þar. Færslur og hjálparvörn voru ekki í lagi. En gestirnir voru bara númeri of stórir enda eitt allra besta lið deildarinnar. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Þórs Akureyri er gegn Haukum 28. febrúar á útivelli. Það gæti orðið mjög mikilvægur leikur miðað við stöðu liðanna í dag. Nafnar þeirra úr Þorlákshöfn taka á sama tíma á móti Njarðvíkingum í Þorlákshöfn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti