Telja Hjálmar samningsbundinn og ætla að kæra ef þess þarf Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 08:31 Hjálmar Stefánsson er að mati Hauka samningsbundinn félaginu út maí. vísir/bára „Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar. Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit