Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 06:38 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í Háskóla Íslands í janúar þegar meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni flæddu um nokkrar byggingar skólans. Vísir/Egill Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira