Lágmörkum skaðann Logi Einarsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun