Kanadíska liðið í NBA þarf að spila restina af heimaleikjum sínum á Flórída Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Kyle Lowry og félagar í Toronto Raptors spila heimaleiki sína á tímabilinu í Flórída fylki. Getty/Mike Ehrmann Það er ekki slæmt að vera íþróttalið í Tampa Bay þessa dagana enda virðist hvert meistaraliðið á fætur öðru koma þaðan. Nú er Tampa borg meira eiginlega búið að eignast NBA lið líka. Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira