Menning

Djass­tón­listar­maðurinn Chick Cor­ea er allur

Atli Ísleifsson skrifar
Chick Corea á tónleikum í Mílanó árið 2013.
Chick Corea á tónleikum í Mílanó árið 2013. Getty/Sergione Infuso

Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Chick Corea er fallinn frá, 79 ára að aldri. Corea vann á ferli sínum til fjölda Grammy-verðlauna og spilaði með mörgum af goðsögnunum í heimi djasstónlistar.

Tónlistarferill Corea spannaði rúma fimm áratugi, en síðasta plata hans kom út á síðasta ári.

Corea er á fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa hlotið flestar tilnefningar til Grammy-verðlauna, eða alls 65 talsins. Þá vann hann til verðlaunanna í 23 skipti.

BBC segir frá því að hann hafi andast síðastliðinn þriðjudag eftir glímu við sjáldgæfa tegund krabbameins.

Corea spilaði með Miles Davis á sjöunda áratugnum og með eigin sveit, Return to Forever.

Hann tróð upp á tónleikum ásamt Gary Burton í Hörpu í Reykjavík árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×