Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 09:49 Anna Sorokin í dómsal í New York árið 2019. Getty Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. Sorokin var um tíma virk í félagslífi fína fólksins í New York þar sem hún gekk undir nafninu Anna Delvey. Á nokkurra ára tímabili sveik hún fé út úr vinum og fyrirtækjum en hún hafði upphaflega flutt til New York í þeirri von um að opna menningarklúbb. Sextán ára gömul hafði hún flutt frá Rússlandi til Þýskalands til að stunda nám í skóla en hætti stuttu síðar og fluttist til Parísar. Þaðan lá leiðin til New York þar sem svikin hófust. Sorokin var sleppt úr fangelsi í gær og segir í frétt BBC að hún gæti nú átt yfir höfði sér brottvísun úr landi og því verið send aftur til Þýskalands. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Fyrir fáeinum mánuðum baðst Sorokin þó afsökunar á gjörðum sínum þegar hún kom fyrir nefnd sem úrskurðar um möguleika fanga á reynslulausn. Anna Sorokin, þá þekkt sem Anna Delvey, á viðburði árið 2014.Getty Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Shonda Rhimes með þætti í vinnslu Saga Sorokin rataði í fjölmiðla árið 2018 eftir mikla umfjöllun New York Magazine. Netflix vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um mál Sorokin þar sem Shonda Rhimes, konan á bak við Grey‘s Anatomy, kemur meðal annars að framleiðslunni. Í tengslum við framleiðslu þáttanna hefur Sorokin fengið 320 þúsund dala þóknun, sem Insider segir að hún hafi notað til að greiða niður skuldir sínar við banka og upp í aðrar sektargreiðslur. Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sorokin var um tíma virk í félagslífi fína fólksins í New York þar sem hún gekk undir nafninu Anna Delvey. Á nokkurra ára tímabili sveik hún fé út úr vinum og fyrirtækjum en hún hafði upphaflega flutt til New York í þeirri von um að opna menningarklúbb. Sextán ára gömul hafði hún flutt frá Rússlandi til Þýskalands til að stunda nám í skóla en hætti stuttu síðar og fluttist til Parísar. Þaðan lá leiðin til New York þar sem svikin hófust. Sorokin var sleppt úr fangelsi í gær og segir í frétt BBC að hún gæti nú átt yfir höfði sér brottvísun úr landi og því verið send aftur til Þýskalands. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Fyrir fáeinum mánuðum baðst Sorokin þó afsökunar á gjörðum sínum þegar hún kom fyrir nefnd sem úrskurðar um möguleika fanga á reynslulausn. Anna Sorokin, þá þekkt sem Anna Delvey, á viðburði árið 2014.Getty Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Shonda Rhimes með þætti í vinnslu Saga Sorokin rataði í fjölmiðla árið 2018 eftir mikla umfjöllun New York Magazine. Netflix vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um mál Sorokin þar sem Shonda Rhimes, konan á bak við Grey‘s Anatomy, kemur meðal annars að framleiðslunni. Í tengslum við framleiðslu þáttanna hefur Sorokin fengið 320 þúsund dala þóknun, sem Insider segir að hún hafi notað til að greiða niður skuldir sínar við banka og upp í aðrar sektargreiðslur.
Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41