Færu beint í hörðustu aðgerðir ef til fjórðu bylgju kæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 18:45 Víðir Reynisson segir að ráðist verði í hörðustu aðgerðir ef til fjórðu bylgju kemur. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að gripið yrði strax til harðra aðgerða ef vísbendingar kæmu upp um að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins væri að hefjast hér á landi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað í dag að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig, í fyrsta skipti síðan 4. október síðastliðinn. „Eitt af því sem við erum búin að læra er að vera undirbúin undir það að ef að við förum að fá vísbendingar um það að hér sé að byrja fjórða bylgja að grípa strax til hörðustu aðgerða. Ekki að taka margar vikur í að segja „heyrðu við prófum þetta núna“ svo tökum við eftir tvær vikur ákvörðun um að herða aðgerðir aðeins meira,“ sagði Víðir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir það hafa sýnt sig að þegar harðar aðgerðir voru settar á hafi það borið bestan árangur. „Ég held að við eigum ekki að taka það í einhverjum skrefum þegar að vísbendingar eru um næstu bylgju heldur að grípa strax til harðra aðgerða og keyra þetta niður í það að vera viðráðanlegt og geta þá slakað á,“ segir Víðir. Staðan hér á landi er talin nokkuð góð, fáir greinast smitaðir af veirunni dag hvern, enginn liggur inni á Landspítala vegna veirunnar og bólusetningar eru farnar af stað af mikill alvöru. Greint var frá því í dag að Íslandi berist fleiri bóluefnaskammtar gegn veirunni en gert var ráð fyrir en þegar hefur bóluefni fyrir alla landsmenn verið tryggt. „Staðan er auðvitað góð, ég held að við hljótum að vera sammála um það að það eru orðnir ansi margir mánuðir, ég held að staðan hafi ekki verið svona góð síðan áður en að önnur bylgjan var að byrja í ágúst á síðasta ári,“ segir Víðir. „Þetta er gríðarlega verðmæt staða fyrir okkur og við sem samfélag verðum að læra af reynslunni frá því síðasta sumar og síðasta haust, hvernig við ætlum að fara með þetta.“ Hann segir mikilvægt hve almenn þátttaka hafi verið í sóttvarnaaðgerðum. Það sé það sem skipti megin máli og skilji okkur að frá löndunum í kring um okkur, þar sem faraldurinn geisar enn af miklum ofsa. „Það eru flest lönd að fást við það að vera í vandræðum með að fá alla, eins og þarf, til að vera með í aðgerðum. Til að virða sóttvarnareglurnar, til að skilja aðgerðirnar og taka þátt í þessu eins og mér finnst íslenska samfélagið hafa gert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44 Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12. febrúar 2021 07:10 Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11. febrúar 2021 16:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
„Eitt af því sem við erum búin að læra er að vera undirbúin undir það að ef að við förum að fá vísbendingar um það að hér sé að byrja fjórða bylgja að grípa strax til hörðustu aðgerða. Ekki að taka margar vikur í að segja „heyrðu við prófum þetta núna“ svo tökum við eftir tvær vikur ákvörðun um að herða aðgerðir aðeins meira,“ sagði Víðir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir það hafa sýnt sig að þegar harðar aðgerðir voru settar á hafi það borið bestan árangur. „Ég held að við eigum ekki að taka það í einhverjum skrefum þegar að vísbendingar eru um næstu bylgju heldur að grípa strax til harðra aðgerða og keyra þetta niður í það að vera viðráðanlegt og geta þá slakað á,“ segir Víðir. Staðan hér á landi er talin nokkuð góð, fáir greinast smitaðir af veirunni dag hvern, enginn liggur inni á Landspítala vegna veirunnar og bólusetningar eru farnar af stað af mikill alvöru. Greint var frá því í dag að Íslandi berist fleiri bóluefnaskammtar gegn veirunni en gert var ráð fyrir en þegar hefur bóluefni fyrir alla landsmenn verið tryggt. „Staðan er auðvitað góð, ég held að við hljótum að vera sammála um það að það eru orðnir ansi margir mánuðir, ég held að staðan hafi ekki verið svona góð síðan áður en að önnur bylgjan var að byrja í ágúst á síðasta ári,“ segir Víðir. „Þetta er gríðarlega verðmæt staða fyrir okkur og við sem samfélag verðum að læra af reynslunni frá því síðasta sumar og síðasta haust, hvernig við ætlum að fara með þetta.“ Hann segir mikilvægt hve almenn þátttaka hafi verið í sóttvarnaaðgerðum. Það sé það sem skipti megin máli og skilji okkur að frá löndunum í kring um okkur, þar sem faraldurinn geisar enn af miklum ofsa. „Það eru flest lönd að fást við það að vera í vandræðum með að fá alla, eins og þarf, til að vera með í aðgerðum. Til að virða sóttvarnareglurnar, til að skilja aðgerðirnar og taka þátt í þessu eins og mér finnst íslenska samfélagið hafa gert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44 Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12. febrúar 2021 07:10 Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11. febrúar 2021 16:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44
Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. 12. febrúar 2021 07:10
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11. febrúar 2021 16:21