Dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir eftir nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 21:58 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að Wiktor Tomasz W. Tómasson skyldi sæta tveggja ára fangelsisvist vegna kynferðislegrar áreitni og nauðgunar auk þess sem hann skyldi greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur. Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira