Samkvæmt reglugerð um samkomutakmarkanir vegna farsóttar mega veitingastaðir aðeins hafa opið til klukkan tíu, en geta annars átt von á sektum.
Tveir staðir sem lögregla heimsótti á föstudagskvöld geta átt von á sektum. Annar vegna brota á reglugerð um samkomutakmarkanir en hinn fyrir brot á lögum um veitingastaði. Í báðum tilfellum var of mikið af fólki inni á stöðunum þegar lögreglu bar að garði.
Staðurinn sem var með opið of lengi í gærkvöldi er því þriðji staðurinn í Reykjavík sem lögregla hefur afskipti af um helgina og gæti átt von á sekt.
Í dagbók lögreglu kemur fram að fleiri veitingahús hafi verið heimsótt, en þó ekki hversu mörg. Fyrir utan þann eina stað sem ekki hafði lokað klukkan tíu eru aðstæður sagðar hafa verið góðar.