Stjórnarskrá gerð að rifrildismáli Ólafur Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2021 09:00 Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Átta sinnum hafa verið gerðar breytingar á henni frá þessum tíma. Hafa þær verið gerðar með breiðri samstöðu stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Rof á hefð um víðtækt samkomulag Nú ber nýrra við. Forsætisráðherra tókst ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrárfrumvarp meðal formanna flokka sem sæti eiga á Alþingi. Dugðu ekki til 25 fundir. Brá hún á það ráð að flytja eigin tillögur sem þingmaður á Alþingi. Forsætisráðherra flytur þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Þá er sú staða uppi að fjallað er á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá eins og um hvert annað þingmannamál. Slíkum málum hættir til að verða að eins konar rifrildismálum og sú varð raunin. Einsmálsflokkur sem týndi málinu sínu, aðild að ESB, efndi til umræðu sem leitaði í hefðbundið far átakamála, að þessu sinni um sjávarútvegsmál sem sýnist eiga að bera uppi kosningabaráttu flokksins. Eftir stendur að forsætisráðherra kaus þessa aðferð og rauf með því hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskrá eru lagðar fram á grundvelli víðtækrar samstöðu flokka á Alþingi. Eitthvað fyrir alla Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir allmargar tillögur þar sem kennir ýmissa grasa. Á yfirborðinu er eins konar tiltekt á svonefndum forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem sumir hafa talið úr takti við ríkjandi fyrirkomulag en þó án þess hafi verið til teljandi vandræða. Áhugafólk um náttúruvernd fær sína grein, kveðið er á um auðlindir fyrir þá sem telja slík ákvæði eiga að vera í stjórnarskrá en ekki einungis í almennum lögum. Holur hljómur í ákvæðinu um íslenska tungu Við íslenskufólkið fáum okkar ákvæði um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda íslenska tungu sem eigi að vera ríkismál á Íslandi ásamt íslensku táknmáli. Þetta er út af fyrir sig gott og ber að fagna. Svo ber við að á sama tíma og forsætisráðherra leggur fram frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þar sem íslenskri tungu er gert hærra undir höfði en áður liggur fyrir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um mannanöfn. Frumvarp dómsmálaráðherra sætir harðri gagnrýni frá þeim sem gerst þekkja til mála. Dr. Guðrún Kvaran, höfundur ritsins Nöfn Íslendinga, sem gerþekkir íslenskan mannanafnaforða, segir að frumvarp dómsmálaráðherra vinni beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnist með því að samþykkja að þetta frumvarp yrði lagt fram á Alþingi nánast hafa brotið gegn ákvæði í þingmannafrumvarpi Katrínar um að stjórnvöld skuli styðja og vernda íslenska tungu. Þannig fór með eina helstu skrautfjöðurina í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Sjálfsagðir hlutir og annað sem deila má um Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir ýmislegt sem telja má skaðlaust og lítt fallið til deilna. Annað vekur upp spurningar og sýnist auka á óvissu. Hvaðan kemur hugmyndin um sex ára kjörtímabil forseta Íslands þegar við búum við langa hefð um fjögurra ára kjörtímabil? Hvers vegna má þjóðin ekki velja forseta til að sitja nema tvö kjörtímabil ef hún er ánægð með störf hans? Hvaðan kemur sú hugmynd að forseti Íslands kanni með atkvæðagreiðslu á Alþingi stuðning við ríkisstjórn í burðarliðnum? Hingað til hafa orð forystumanna um stuðning flokka sinna verið látin duga. Hér sýnist vakin upp óvissa að nauðsynjalausu. Hvaða nauðsyn ber til að setja ákvæði um störf starfsstjórna? Eru dæmi um að þau hafi vakið deilur eða valdið vandræðum? Íslendingar unna landi sínu og vilja vernda náttúruna. Í frumvarpinu er meinlaus setning: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Þetta mega heita sjálfsögð sannindi en þarf að taka þetta fram í stjórnarskrá? Á eftir fylgja ákvæði um ábyrgð og skyldur sem ekki eru útfærð þannig að hald sé í. Þar gætu risið lögfræðileg álitaefni með aukinni óvissu. Sama á við um auðlindaákvæðið sem að ýmsu leyti er óljóst. Fleiri stjórnarskrártillögur á Alþingi Samfylkingin stendur ásamt fleiri flokkum á Alþingi að frumvarpi um að fella brott lýðveldisstjórnarskrána og taka upp nýja stjórnarskrá reistri á tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs sem starfaði á árinu 2011. Samfylkingin starfar með jafnaðarmannaflokkum í öðrum löndum og skipar sér í sveit með norrænum jafnaðarmönnum í Norðurlandaráði. Sérkennilegt má telja að slíkur flokkur geri tillögu um að kasta stjórnarskrá landsins fyrir róða á friðartímum. Myndi vísast leitun að sambærilegum flokki á Vesturlöndum sem stæði að slíkri tillögu. Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja Ísland nýtur viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi sem lýðræðisríki í fremstu röð. Sérfræðingar vikuritsins Economist kanna með reglubundnum hætti lýðræði í ríkjum heims. Birti ritið frétt um úttekt sína nýlega og áður í byrjun árs 2019. Niðurstaðan er að einungis Noregur standi framar Íslandi í þessu efni. Þar á eftir kemur Svíþjóð og mælist efst Evrópusambandsríkja. Skyldi þessi niðurstaða segja eitthvað um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lýðveldisstjórnarskrána, sem grundvöll að lýðræðislegu þjóðskipulagi á Íslandi? Stjórnarskrá lýðveldisins hefur tekið breytingum í tímans rás og dugað vel. Okkur ber að umgangast hana af gætni og virðingu. Best fer á að breytingar á henni séu gerðar með vönduðum undirbúningi í víðtækri sátt og samkomulagi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Stjórnarskrá Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Átta sinnum hafa verið gerðar breytingar á henni frá þessum tíma. Hafa þær verið gerðar með breiðri samstöðu stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Rof á hefð um víðtækt samkomulag Nú ber nýrra við. Forsætisráðherra tókst ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrárfrumvarp meðal formanna flokka sem sæti eiga á Alþingi. Dugðu ekki til 25 fundir. Brá hún á það ráð að flytja eigin tillögur sem þingmaður á Alþingi. Forsætisráðherra flytur þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Þá er sú staða uppi að fjallað er á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá eins og um hvert annað þingmannamál. Slíkum málum hættir til að verða að eins konar rifrildismálum og sú varð raunin. Einsmálsflokkur sem týndi málinu sínu, aðild að ESB, efndi til umræðu sem leitaði í hefðbundið far átakamála, að þessu sinni um sjávarútvegsmál sem sýnist eiga að bera uppi kosningabaráttu flokksins. Eftir stendur að forsætisráðherra kaus þessa aðferð og rauf með því hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskrá eru lagðar fram á grundvelli víðtækrar samstöðu flokka á Alþingi. Eitthvað fyrir alla Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir allmargar tillögur þar sem kennir ýmissa grasa. Á yfirborðinu er eins konar tiltekt á svonefndum forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem sumir hafa talið úr takti við ríkjandi fyrirkomulag en þó án þess hafi verið til teljandi vandræða. Áhugafólk um náttúruvernd fær sína grein, kveðið er á um auðlindir fyrir þá sem telja slík ákvæði eiga að vera í stjórnarskrá en ekki einungis í almennum lögum. Holur hljómur í ákvæðinu um íslenska tungu Við íslenskufólkið fáum okkar ákvæði um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda íslenska tungu sem eigi að vera ríkismál á Íslandi ásamt íslensku táknmáli. Þetta er út af fyrir sig gott og ber að fagna. Svo ber við að á sama tíma og forsætisráðherra leggur fram frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þar sem íslenskri tungu er gert hærra undir höfði en áður liggur fyrir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um mannanöfn. Frumvarp dómsmálaráðherra sætir harðri gagnrýni frá þeim sem gerst þekkja til mála. Dr. Guðrún Kvaran, höfundur ritsins Nöfn Íslendinga, sem gerþekkir íslenskan mannanafnaforða, segir að frumvarp dómsmálaráðherra vinni beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnist með því að samþykkja að þetta frumvarp yrði lagt fram á Alþingi nánast hafa brotið gegn ákvæði í þingmannafrumvarpi Katrínar um að stjórnvöld skuli styðja og vernda íslenska tungu. Þannig fór með eina helstu skrautfjöðurina í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Sjálfsagðir hlutir og annað sem deila má um Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir ýmislegt sem telja má skaðlaust og lítt fallið til deilna. Annað vekur upp spurningar og sýnist auka á óvissu. Hvaðan kemur hugmyndin um sex ára kjörtímabil forseta Íslands þegar við búum við langa hefð um fjögurra ára kjörtímabil? Hvers vegna má þjóðin ekki velja forseta til að sitja nema tvö kjörtímabil ef hún er ánægð með störf hans? Hvaðan kemur sú hugmynd að forseti Íslands kanni með atkvæðagreiðslu á Alþingi stuðning við ríkisstjórn í burðarliðnum? Hingað til hafa orð forystumanna um stuðning flokka sinna verið látin duga. Hér sýnist vakin upp óvissa að nauðsynjalausu. Hvaða nauðsyn ber til að setja ákvæði um störf starfsstjórna? Eru dæmi um að þau hafi vakið deilur eða valdið vandræðum? Íslendingar unna landi sínu og vilja vernda náttúruna. Í frumvarpinu er meinlaus setning: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Þetta mega heita sjálfsögð sannindi en þarf að taka þetta fram í stjórnarskrá? Á eftir fylgja ákvæði um ábyrgð og skyldur sem ekki eru útfærð þannig að hald sé í. Þar gætu risið lögfræðileg álitaefni með aukinni óvissu. Sama á við um auðlindaákvæðið sem að ýmsu leyti er óljóst. Fleiri stjórnarskrártillögur á Alþingi Samfylkingin stendur ásamt fleiri flokkum á Alþingi að frumvarpi um að fella brott lýðveldisstjórnarskrána og taka upp nýja stjórnarskrá reistri á tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs sem starfaði á árinu 2011. Samfylkingin starfar með jafnaðarmannaflokkum í öðrum löndum og skipar sér í sveit með norrænum jafnaðarmönnum í Norðurlandaráði. Sérkennilegt má telja að slíkur flokkur geri tillögu um að kasta stjórnarskrá landsins fyrir róða á friðartímum. Myndi vísast leitun að sambærilegum flokki á Vesturlöndum sem stæði að slíkri tillögu. Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja Ísland nýtur viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi sem lýðræðisríki í fremstu röð. Sérfræðingar vikuritsins Economist kanna með reglubundnum hætti lýðræði í ríkjum heims. Birti ritið frétt um úttekt sína nýlega og áður í byrjun árs 2019. Niðurstaðan er að einungis Noregur standi framar Íslandi í þessu efni. Þar á eftir kemur Svíþjóð og mælist efst Evrópusambandsríkja. Skyldi þessi niðurstaða segja eitthvað um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lýðveldisstjórnarskrána, sem grundvöll að lýðræðislegu þjóðskipulagi á Íslandi? Stjórnarskrá lýðveldisins hefur tekið breytingum í tímans rás og dugað vel. Okkur ber að umgangast hana af gætni og virðingu. Best fer á að breytingar á henni séu gerðar með vönduðum undirbúningi í víðtækri sátt og samkomulagi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun