Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 10:32 Stuðningsmenn mótmælenda í Mjanmar ganga í gegn um miðbæ Tókíó. Getty/Takashi Aoyama Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. Verkfræðinemar marseruðu í gegn um miðborg Yangon, stærstu borgar landsins, klæddir hvítum fötum og haldandi á skiltum þar sem krafist var að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Mótmælin eru meðal þeirra stærstu sem sést hafa í landinu undanfarna áratugi. Það er óhætt að segja að mótmælin í dag hafi verið mikið sjónarspil en í Yangon var heilum flota af rútum keyrt um göturnar og flautum þeirra flautað í mótmælaskini. Mótmælendur keyrðu í gegn um höfuðborgina Naypyitaw á mótorhjólum og bílum og í bænum Dawei spiluðu tónlistarmenn á trommur. Í Waimaw héldu mótmælendur uppi fánum og sungu byltingarsöngva. Valdaránið og mótmælin hafa vakið athygli alls heimsins en Tókíóbúar gengu kröfugöngu í dag til stuðnings mótmælendum í Mjanmar. Margir héldu á myndum af Suu Kyi og segja skipuleggjendur göngunnar að um sé að ræða stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu Japan. Meira en fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og kyrjuðu mótmælendur „hjálpið okkur að bjarga Mjanmar“ og „stöðvum glæpi gegn mannkyni.“ Þetta eru ekki fyrstu mótmælin til stuðnings mótmælendum í Mjanmar frá valaráninu en nokkrar kröfugöngur og mótmæli hafa verið haldin í Japan síðan þá. Sérstaklega hafa það verið mjanmarskir íbúar í Japan. Japan Mjanmar Tengdar fréttir Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Verkfræðinemar marseruðu í gegn um miðborg Yangon, stærstu borgar landsins, klæddir hvítum fötum og haldandi á skiltum þar sem krafist var að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, yrði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Mótmælin eru meðal þeirra stærstu sem sést hafa í landinu undanfarna áratugi. Það er óhætt að segja að mótmælin í dag hafi verið mikið sjónarspil en í Yangon var heilum flota af rútum keyrt um göturnar og flautum þeirra flautað í mótmælaskini. Mótmælendur keyrðu í gegn um höfuðborgina Naypyitaw á mótorhjólum og bílum og í bænum Dawei spiluðu tónlistarmenn á trommur. Í Waimaw héldu mótmælendur uppi fánum og sungu byltingarsöngva. Valdaránið og mótmælin hafa vakið athygli alls heimsins en Tókíóbúar gengu kröfugöngu í dag til stuðnings mótmælendum í Mjanmar. Margir héldu á myndum af Suu Kyi og segja skipuleggjendur göngunnar að um sé að ræða stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu Japan. Meira en fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni og kyrjuðu mótmælendur „hjálpið okkur að bjarga Mjanmar“ og „stöðvum glæpi gegn mannkyni.“ Þetta eru ekki fyrstu mótmælin til stuðnings mótmælendum í Mjanmar frá valaráninu en nokkrar kröfugöngur og mótmæli hafa verið haldin í Japan síðan þá. Sérstaklega hafa það verið mjanmarskir íbúar í Japan.
Japan Mjanmar Tengdar fréttir Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31