Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 07:39 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær nýjum tillögum varðandi aðgerðir á landamærunum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira