Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 11:39 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir orkusölusamninginn. Með þeim á myndinni eru Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Rio Tinto á íslandi, og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Orkusölusviðs Landsvirkjunar. Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. Samkomulagið er einnig sagt tryggja fyrirsjáanlegt tekjustreymi Landsvirkjunar og auka sveigjanleika fyrir báða aðila. Það kveður á um sölu á 309 MW eða 3.415 GWst á ári, eins og áður, og gildir til ársins 2036, samkvæmt tilkynningu. Í tilkynningunni segir að grunnur raforkuverðsins hafi tekið breytingum. Hann sé áfram bundinn Bandaríkjadal og tengdur bandarískri vísitölu neysluverðs (CPI), auk þess að vera að litlum hluta tengdur álverði. Það feli í sér aðlögun verðs að alþjóðlegum mörkuðum að einhverju leyti. Forsvarsmenn Rio Tinto hafa ákveðið að draga til baka kvörtun sína til Samkeppniseftirlitsins frá því í júlí 2020 varðandi orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn verðu ekki opinberaður, samkvæmt áðurnefndri tilkynningu. Viðræður Landsvirkjunar og Rio Tinto á Íslandi hófust í fyrra, eftir að forsvarsmenn álversins í Straumsvík kvörtuðu yfir háu raforkuverði og sögðu það koma niður á samkeppnishæfni álversins. Þá var tilkynnt að til greina kæmi að loka álverinu. „Við fögnum því að náðst hafi samkomulag um breytingar á orkusölusamningnum, eftir beiðni Rio Tinto þar um. Niðurstaðan er báðum aðilum í hag og um leið eykur hún skilvirkni raforkukerfisins á Íslandi. Markmið Landsvirkjunar er, líkt og áður, að tryggja fyrirsjáanlegar tekjur um leið og við tökum tillit til breytinga á alþjóðlegum mörkuðum og á þörfum viðskiptavina okkar,“ er haft eftir Herði Arnarssyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningunni. „Við hjá Landsvirkjun höfum lagt áherslu á að styðja viðskiptavini okkar á þessum krefjandi tímum. Við erum staðráðin í að halda áfram að bjóða samkeppnishæft orkuverð um leið og við sinnum því hlutverki okkar að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkuauðlinda, sem okkur hefur verið treyst fyrir, til hagsbóta fyrir þjóðina alla.” Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir undirskriftina vera ánægjuleg tíðindi sem eyði óvissu um starfsemina í Straumsvík og bæti samkeppnishæfni hennar. „Við í Straumsvík getum öll verið ákaflega stolt af þeim árangri sem starfsfólk ISAL hefur náð undanfarin ár. Þrátt fyrir margra ára óvissu hefur öll starfsemin einkennst af fagmennsku og æðruleysi og missti starfsfólk ekki sjónar af því sem mestu máli skiptir. Öryggis- og umhverfismálin hafa verið í mjög góðum farvegi, framleiðslan gengið vel og gæði hennar mjög stöðug og mikil. Þótt þessum áfanga sé náð erum við ekki komin fyrir vind. Áfram eru krefjandi aðstæður í áliðnaði og verður ISAL áfram undir pressu að ná árangri. Með þessu samkomulagi um raforkumál getum við hins vegar einbeitt okkur að framleiða hágæða ál með þarfir viðskiptavina okkar í huga.“ Landsvirkjun Stóriðja Efnahagsmál Hafnarfjörður Áliðnaður Tengdar fréttir Nýr kjarasamningur samþykktur með miklum meirihluta Nýr kjarasamningur starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík var samþykktur með ríflega 90% atkvæða félagsmanna stéttarfélaganna Hlífar og VR. 10. nóvember 2020 14:46 Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. 23. júlí 2020 13:17 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Samkomulagið er einnig sagt tryggja fyrirsjáanlegt tekjustreymi Landsvirkjunar og auka sveigjanleika fyrir báða aðila. Það kveður á um sölu á 309 MW eða 3.415 GWst á ári, eins og áður, og gildir til ársins 2036, samkvæmt tilkynningu. Í tilkynningunni segir að grunnur raforkuverðsins hafi tekið breytingum. Hann sé áfram bundinn Bandaríkjadal og tengdur bandarískri vísitölu neysluverðs (CPI), auk þess að vera að litlum hluta tengdur álverði. Það feli í sér aðlögun verðs að alþjóðlegum mörkuðum að einhverju leyti. Forsvarsmenn Rio Tinto hafa ákveðið að draga til baka kvörtun sína til Samkeppniseftirlitsins frá því í júlí 2020 varðandi orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn verðu ekki opinberaður, samkvæmt áðurnefndri tilkynningu. Viðræður Landsvirkjunar og Rio Tinto á Íslandi hófust í fyrra, eftir að forsvarsmenn álversins í Straumsvík kvörtuðu yfir háu raforkuverði og sögðu það koma niður á samkeppnishæfni álversins. Þá var tilkynnt að til greina kæmi að loka álverinu. „Við fögnum því að náðst hafi samkomulag um breytingar á orkusölusamningnum, eftir beiðni Rio Tinto þar um. Niðurstaðan er báðum aðilum í hag og um leið eykur hún skilvirkni raforkukerfisins á Íslandi. Markmið Landsvirkjunar er, líkt og áður, að tryggja fyrirsjáanlegar tekjur um leið og við tökum tillit til breytinga á alþjóðlegum mörkuðum og á þörfum viðskiptavina okkar,“ er haft eftir Herði Arnarssyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningunni. „Við hjá Landsvirkjun höfum lagt áherslu á að styðja viðskiptavini okkar á þessum krefjandi tímum. Við erum staðráðin í að halda áfram að bjóða samkeppnishæft orkuverð um leið og við sinnum því hlutverki okkar að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkuauðlinda, sem okkur hefur verið treyst fyrir, til hagsbóta fyrir þjóðina alla.” Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir undirskriftina vera ánægjuleg tíðindi sem eyði óvissu um starfsemina í Straumsvík og bæti samkeppnishæfni hennar. „Við í Straumsvík getum öll verið ákaflega stolt af þeim árangri sem starfsfólk ISAL hefur náð undanfarin ár. Þrátt fyrir margra ára óvissu hefur öll starfsemin einkennst af fagmennsku og æðruleysi og missti starfsfólk ekki sjónar af því sem mestu máli skiptir. Öryggis- og umhverfismálin hafa verið í mjög góðum farvegi, framleiðslan gengið vel og gæði hennar mjög stöðug og mikil. Þótt þessum áfanga sé náð erum við ekki komin fyrir vind. Áfram eru krefjandi aðstæður í áliðnaði og verður ISAL áfram undir pressu að ná árangri. Með þessu samkomulagi um raforkumál getum við hins vegar einbeitt okkur að framleiða hágæða ál með þarfir viðskiptavina okkar í huga.“
Landsvirkjun Stóriðja Efnahagsmál Hafnarfjörður Áliðnaður Tengdar fréttir Nýr kjarasamningur samþykktur með miklum meirihluta Nýr kjarasamningur starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík var samþykktur með ríflega 90% atkvæða félagsmanna stéttarfélaganna Hlífar og VR. 10. nóvember 2020 14:46 Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. 23. júlí 2020 13:17 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Nýr kjarasamningur samþykktur með miklum meirihluta Nýr kjarasamningur starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík var samþykktur með ríflega 90% atkvæða félagsmanna stéttarfélaganna Hlífar og VR. 10. nóvember 2020 14:46
Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50
Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30
Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. 23. júlí 2020 13:17