Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 23:27 Börum og skemmtistöðum var gert að loka í fjóra mánuði í vetur og tvo mánuði síðasta vor. Vísir/Kolbeinn Tumi Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. RÚV greinir frá þessu en mikil óánægja hefur verið meðal kráareiganda með fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana. Barir og skemmtistaðir fengu að opna síðasta mánudag eftir að hafa verið lokaðir í fjóra mánuði en vínveitingastaðir sem einnig hafa leyfi til að selja mat hafa lengi fengið að bjóða gesti velkomna með takmörkunum. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður eiganda The English Pub, segir að stjórnvöld hafi hvorki gætt meðalhófs né virt jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Þá segir hún í samtali við RÚV að hvergi sé minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða láta loka einkareknum fyrirtækjum í þágildandi sóttvarnalögum en ný og endurskoðuð sóttvarnalög voru samþykkt á Alþingi fyrir sléttri viku. Fleiri skoðað réttarstöðu sína Skömmu áður en stjórnvöld tilkynntu afléttingarnar greindu kráareigendur frá því að þeir væru að kanna með lögfræðingum hvort fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu. Vonast rekstraraðilar að dómur í máli eiganda English Pub verði fordæmisgefandi. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðisregla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ sagði Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar. Þá sagðist Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars, einnig vera að skoða réttarstöðu sína. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en mikil óánægja hefur verið meðal kráareiganda með fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana. Barir og skemmtistaðir fengu að opna síðasta mánudag eftir að hafa verið lokaðir í fjóra mánuði en vínveitingastaðir sem einnig hafa leyfi til að selja mat hafa lengi fengið að bjóða gesti velkomna með takmörkunum. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður eiganda The English Pub, segir að stjórnvöld hafi hvorki gætt meðalhófs né virt jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Þá segir hún í samtali við RÚV að hvergi sé minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða láta loka einkareknum fyrirtækjum í þágildandi sóttvarnalögum en ný og endurskoðuð sóttvarnalög voru samþykkt á Alþingi fyrir sléttri viku. Fleiri skoðað réttarstöðu sína Skömmu áður en stjórnvöld tilkynntu afléttingarnar greindu kráareigendur frá því að þeir væru að kanna með lögfræðingum hvort fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu. Vonast rekstraraðilar að dómur í máli eiganda English Pub verði fordæmisgefandi. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðisregla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ sagði Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar. Þá sagðist Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars, einnig vera að skoða réttarstöðu sína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00