Guðmundur segir frá þessu á Twitter síðu sinni í kvöld en Jóhannes Kristinn mun semja við Norrköping og Bjarni mun þjálfa U19 ára lið félagsins.
Jóhannes Kristinn er fimmtán ára gamall en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR á síðustu leiktíð.
Jóhannes fór til reynslu hjá félaginu fyrir áramót og hefur hrifið forráðamenn félagsins.
Hann mun semja við sænska úrvalsdeildarfélagið en með félaginu leikur nú fyrir frændi hans, Ísak Bergmann Jóhannesson.
Jóhannes er ekki eini leikmaðurinn sem yfirgefur KR fyrir Norrköping eftir síðustu leiktíð því sænska liðið keypti einnig Finn Tómas Pálmason.
Bjarni mun því hætta sem aðstoðarþjálfari KR í Pepsi Max deild karla en Bjarni hefur verið aðstoðarþjálfari KR síðustu þrjár leiktíðir.
Hann hefur einnig verið aðalþjálfari Fram og KR sem og aðstoðað Loga Ólafsson í Víkinni.