Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:15 Forsætisráðherra sagðist áfram myndu fylgja ráðum sóttvarnalæknis hvað varðar aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira