Akureyri er miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:01 Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Akureyri Hilda Jana Gísladóttir Háskólar Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun