Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 15:44 Rusy Giuliani fylgist með Trump halda ræðu í september 2020. Getty/Joshua Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. Auk Trumps er Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, og öfgahóparnir Proud Boys og Oath Keepers, nefndir í kærunni. Kæran er talin ein af mörgum sem forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir í kjölfar sýkni sinnar í öldungadeildinni og er sú fyrsta sem þingmaður leggur fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump og Giuliani eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að hvetja til árásarinnar á þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Joe Biden vann. Kæran byggir á lögum sem kallast Ku Klux Klan lögin og fjalla meðal annars um tilraunir til að koma í veg fyrir störf þingsins. Í henni segir að Trump og Giuliani hafi ætlað sér að koma í veg fyrir staðfestingu niðurstaðanna og hafi lagt grunninn að árásinni þar sem fimm manns létu lífið. Þeir hafi um langt skeið staðhæft við stuðningsmenn forsetans og almenning að kosningunum hafi verið stolið af honum og ýtt undir ofbeldi. Það hafi þeir gert þrátt fyrir að geta ekki fært sannanir fyrir máli sínu og að ásökunum þeirra hafi sífellt verið hafnað af embættismönnum. „Hin skipulagða atburðarás sem fór fram á Save America samkomunni og með árásinni á þinghúsið var hvorki slys eða tilviljun,“ segir í kærunni. Þar segir að atburðarásinni hafi verið ætlað að stöðva störf þingsins. Save America var nafnið á samstöðufundi Trumps með stuðningsmönnum sínum í Washington DC í aðdraganda árásarinnar. Þar sagði Trump stuðningsmönnum sínum að halda til þinghússins og berjast fyrir landi þeirra. Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi notið verndar gagnvart kærum sem þessum. Þessi kæra beinist þó að Trump sjálfum og er tekið fram í henni að hegðun hans og framferði í tengslum við árásina hafi ekki komið opinberum störfum hans við. Í viðtali við AP segir einn lögmanna Thompsons að það að hvetja til óreiða eða reyna að stöðva störf þingsins geti ekki talist hluti starfa forseta. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Auk Trumps er Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, og öfgahóparnir Proud Boys og Oath Keepers, nefndir í kærunni. Kæran er talin ein af mörgum sem forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir í kjölfar sýkni sinnar í öldungadeildinni og er sú fyrsta sem þingmaður leggur fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump og Giuliani eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að hvetja til árásarinnar á þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Joe Biden vann. Kæran byggir á lögum sem kallast Ku Klux Klan lögin og fjalla meðal annars um tilraunir til að koma í veg fyrir störf þingsins. Í henni segir að Trump og Giuliani hafi ætlað sér að koma í veg fyrir staðfestingu niðurstaðanna og hafi lagt grunninn að árásinni þar sem fimm manns létu lífið. Þeir hafi um langt skeið staðhæft við stuðningsmenn forsetans og almenning að kosningunum hafi verið stolið af honum og ýtt undir ofbeldi. Það hafi þeir gert þrátt fyrir að geta ekki fært sannanir fyrir máli sínu og að ásökunum þeirra hafi sífellt verið hafnað af embættismönnum. „Hin skipulagða atburðarás sem fór fram á Save America samkomunni og með árásinni á þinghúsið var hvorki slys eða tilviljun,“ segir í kærunni. Þar segir að atburðarásinni hafi verið ætlað að stöðva störf þingsins. Save America var nafnið á samstöðufundi Trumps með stuðningsmönnum sínum í Washington DC í aðdraganda árásarinnar. Þar sagði Trump stuðningsmönnum sínum að halda til þinghússins og berjast fyrir landi þeirra. Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi notið verndar gagnvart kærum sem þessum. Þessi kæra beinist þó að Trump sjálfum og er tekið fram í henni að hegðun hans og framferði í tengslum við árásina hafi ekki komið opinberum störfum hans við. Í viðtali við AP segir einn lögmanna Thompsons að það að hvetja til óreiða eða reyna að stöðva störf þingsins geti ekki talist hluti starfa forseta.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09