Misskilningurinn í Mýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 10:30 Misskilningur eins og yfirmaðurinn á bensínstöðinni við Laugaveg myndi segja. Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. KA/Þór vann Stjörnuna í Mýrinni á laugardaginn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk í leiknum. Mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Stjarnan hefur kært framkvæmd leiksins og farið fram á úrslitunum verði breytt. Niðurstaða dómstóls HSÍ í málinu er væntanleg í næstu viku. „Þetta er hrikalega dapurt og hræðileg mistök fyrir svona jöfn lið eins og Stjörnuna og KA/Þór,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir í Seinni bylgjunni. Með sigrinum á laugardaginn komst KA/Þór á topp Olís-deildarinnar. Stjarnan er í 4. sætinu með tíu stig, þremur stigum á eftir KA/Þór. Svava Kristín Grétarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, sagðist hafa talað við þá sem stóðu vaktina á ritaraborðinu og að þeir hefðu borið fyrir sig misskilning eins og Georg Bjarnfreðarson gerði jafnan þegar hann lenti í klemmu. Klippa: Seinni bylgjan - Draugamarkið í Mýrinni „Þetta var vægast sagt klaufalegt og leiðinlegt fyrir leikinn. Nú er ekkert vitað hvað gerist í þessu máli,“ sagði Haraldur Þorvarðarson. Eftirlitsdómari er ekki á öllum leikjum í Olís-deildum karla og kvenna og því var ekki að skipta í Mýrinni á laugardaginn. Írisi Ástu finnst að eftirlitsdómari eigi að vera á öllum leikjum í efstu deild. „Af hverju er ekki eftirlitsdómari á þessum leik? Þetta var ekkert einsdæmi. Það voru nokkur atvik í leiknum þar sem klárlega þurfti eftirlitsdómara,“ sagði Íris Ásta. „Í góðum heimi væri væntanlega eftirlitsdómari á hverjum leik en það er rosalega mikið af leikjum og svoleiðis,“ sagði Haraldur. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Tengdar fréttir Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
KA/Þór vann Stjörnuna í Mýrinni á laugardaginn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk í leiknum. Mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Stjarnan hefur kært framkvæmd leiksins og farið fram á úrslitunum verði breytt. Niðurstaða dómstóls HSÍ í málinu er væntanleg í næstu viku. „Þetta er hrikalega dapurt og hræðileg mistök fyrir svona jöfn lið eins og Stjörnuna og KA/Þór,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir í Seinni bylgjunni. Með sigrinum á laugardaginn komst KA/Þór á topp Olís-deildarinnar. Stjarnan er í 4. sætinu með tíu stig, þremur stigum á eftir KA/Þór. Svava Kristín Grétarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, sagðist hafa talað við þá sem stóðu vaktina á ritaraborðinu og að þeir hefðu borið fyrir sig misskilning eins og Georg Bjarnfreðarson gerði jafnan þegar hann lenti í klemmu. Klippa: Seinni bylgjan - Draugamarkið í Mýrinni „Þetta var vægast sagt klaufalegt og leiðinlegt fyrir leikinn. Nú er ekkert vitað hvað gerist í þessu máli,“ sagði Haraldur Þorvarðarson. Eftirlitsdómari er ekki á öllum leikjum í Olís-deildum karla og kvenna og því var ekki að skipta í Mýrinni á laugardaginn. Írisi Ástu finnst að eftirlitsdómari eigi að vera á öllum leikjum í efstu deild. „Af hverju er ekki eftirlitsdómari á þessum leik? Þetta var ekkert einsdæmi. Það voru nokkur atvik í leiknum þar sem klárlega þurfti eftirlitsdómara,“ sagði Íris Ásta. „Í góðum heimi væri væntanlega eftirlitsdómari á hverjum leik en það er rosalega mikið af leikjum og svoleiðis,“ sagði Haraldur. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Tengdar fréttir Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31
Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31
Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10
Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56