Dýraþjónusta Reykjavíkur Sabine Leskopf skrifar 17. febrúar 2021 09:30 Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar