Dýraþjónusta Reykjavíkur Sabine Leskopf skrifar 17. febrúar 2021 09:30 Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun