„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 17. febrúar 2021 10:00 Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun