Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 74-57 | Vandræðalaust hjá meisturunum Andri Már Eggertsson skrifar 17. febrúar 2021 21:47 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/elín Dominos deild kvenna hófst á nýjan leik eftir tæplega þriggja vikna fjarveru vegna landsleikja. Fjölnir hafði unnið þrjá leiki í röð fram að leik og var spennandi að sjá hvernig liðið myndi mæta Val. Það var ljóst að mikið væri undir í leik kvöldsins þar sem barrátta í varnarleik beggja lið var mikið einkennis merki til að byrja með. Valur tók frumkvæði leiksins og missti forskot sitt aðeins einusinni í fyrsta fjórðungi sem þær svöruðu strax og leiddu með þremur stigum eftir tíu mínútna leik. Sóknarleikur Fjölnis var á köflum mjög stirður þar sem boltinn gekk hægt milli manna og treystu þær oft á tíðum á einstaklings framtak Ariel. Valur átti auðveldara með að ná upp góðum sóknarleik sem gaf þeim fínt forskot framan af, Fjölnir endaði fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu og kom í veg fyrir að Valur færri inn í hálfleikinn með betra forskot en 5 stig. Seinni hálfleikur var í algjörri eign Valsmanna. Liðið tók á rás þegar líða tók á þriðja leikhluta sem endaði með 7 - 0 kafla og má segja að þær litu aldrei um öxl eftir það. Hildur Björg Kjartansdóttir byrjaði fjórða leikhluta á þriggja stiga körfu sem var í miklum takt við það sem hún var búinn að gera í leiknum þar sem hún var algjörlega stórkostleg í alla staði. Fjölnir var að fara illa af ráði sínu sóknarlega, þær klikkuðu oftar en ekki á opnum sniðskotum og töpuðu einnig boltanum sem Valur gerði vel í að nýta sér og endaði leikurinn með sigri Vals 74 - 57. Af hverju vann Valur? Valur er líklega besta liðið í deildinni að refsa liðum fyrir mistök. Valur spilaði góða vörn sem endaði oftar en ekki með töpuðum boltum og þvinguðum skotum frá Fjölni sem Valur gerði mjög vel í að refsa með auðveldum körfum. Lykilmenn Vals mættu allar til leiks í kvöld og skiluðu þær mjög góðu framlagi á öllum sviðum vallarins. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Björg Kjartansdóttir var stórkostleg í kvöld á báðum endum vallarins. Fjölnir réði engan veginn við Hildi inn í teignum sem átti auðvelt með að komast að körfunni og gera auðvelda körfu ásamt því að fara út og gera þriggja stiga körfu. Hildur endaði með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 28 stig og tók 13 fráköst. Flest allir lykilmenn Vals áttu góðan leik í kvöld. Kiana Johnson var búinn að vera frá vegna meiðsla en hún gerði vel í að ráðast á vörn Fjölnis sem gaf henni opið skot eða lausan liðsfélaga. Kiana var einnig með tvöfalda tvennu en hún skilaði 14 stigum og 10 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Fjölnis var mjög staður þær treystu mikið á einstaklings framlag frá sínum aðal leikmönnum en þegar Valur stöðvaði þær var lítið annað upp á teningnum sem skilaði sér reglulega í þvinguðum tilraunum eða töpuðum boltum. Hvað gerist næst? Deildin heldur áfram stax um helgina og á sunnudaginn er stórleikur í Ólafssal þar sem Haukar fá Fjölni í heimsókn. Í Borgarnesi mætast síðan Skallagrímur og Valur næstkomandi sunnudag. Ólafur Jónas: Héldum skipulagi út allan leikinn sem var ánægjulegt að sjá. „Ég er mjög ánægður eftir leikinn, við vorum þolinmóðar í okkar aðgerðum þar sem við vissum að við værum að spila á móti góðu liði sem myndi ekki gefa neitt eftir. Vörnin varð betri eftir því sem leið á leikinn og við héldum okkar plani út leikinn,” sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. Leikurinn var jafn framan af þar sem Fjölnir gaf Val ekki færi á að slíta sér frá þeim alveg þar til seinni hálfleikur hófst. „Fjölnir tók mikið af sóknarfráköstum sem gaf þeim mörg tækifæri til að skora í sömu sókninni, við ræddum um það í hálfleik að reyna stíga þær meira út og halda þeim frá körfunni.” „Við fórum að hitta betur í seinni hálfleik ásamt því að fá upp góðan varnarleik sem gefur alltaf vítamín í sóknina og þá er körfubolti mjög skemmtilegur,” sagði Ólafur kátur að lokum. Halldór Karl: Tek tapið á mig „Valur lagði töluvert meira á sig í leiknum til þess að vinna hann og komum við ekki alveg eins ákveðnar inn í leikinn og ég vonaðist eftir,” sagði Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis svekktur. Þetta var fyrsti leikurinn í Dominos deildinni þar sem það var gerð landsleikja hlé sem Halldór Karl tók þátt í og fannst það hafa áhrif á spilamennsku liðsins. „Ég verð að taka þetta tap á mig, ég hef verið fjarverandi liðinu vegna anna með íslenska landsliðinu, ég þurfti einnig að bregða mér frá á Hornafjörð í undirbúningnum þá verður þessi leikur alfarið að skrifast á mig sem endaði síðan á að ég fæ tæknivillu í kvöld sem var ekki okkur í hag.” Fjölnir var inn í leiknum til að byrja með og einkenndist fyrri hálfleikur á því að Valur virtist alltaf ætla að fara langt fram úr Fjölni en þá náðu þær að minnka forskotið með góðum körfum þar til í seinni hálfleik þar sem allt gekk upp hjá Val. Halldór var svekktur með að liðið tapaði nánast öllum þáttum tölfræðinnar og var mikið um töpuðum boltum sem Valur gerði vel í að refsa fyrir. Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik í Val og réði Fjölnir illa við leik hennar í kvöld sem gerði liðinu erfitt fyrir. „Hildur er frábær leikmaður, ég sá hana spila við besta framherja í Evrópu og skora 20 stig á hana. Hildur er ein af bestu leikmönnum Íslands og getur hún kallað fram svona frammistöður þegar hún tekur sig til og ákveður það.” sagði Halldór og bætti við að Fjölnir ætli sér að mæta Val aftur í úrslitakeppninni. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir
Dominos deild kvenna hófst á nýjan leik eftir tæplega þriggja vikna fjarveru vegna landsleikja. Fjölnir hafði unnið þrjá leiki í röð fram að leik og var spennandi að sjá hvernig liðið myndi mæta Val. Það var ljóst að mikið væri undir í leik kvöldsins þar sem barrátta í varnarleik beggja lið var mikið einkennis merki til að byrja með. Valur tók frumkvæði leiksins og missti forskot sitt aðeins einusinni í fyrsta fjórðungi sem þær svöruðu strax og leiddu með þremur stigum eftir tíu mínútna leik. Sóknarleikur Fjölnis var á köflum mjög stirður þar sem boltinn gekk hægt milli manna og treystu þær oft á tíðum á einstaklings framtak Ariel. Valur átti auðveldara með að ná upp góðum sóknarleik sem gaf þeim fínt forskot framan af, Fjölnir endaði fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu og kom í veg fyrir að Valur færri inn í hálfleikinn með betra forskot en 5 stig. Seinni hálfleikur var í algjörri eign Valsmanna. Liðið tók á rás þegar líða tók á þriðja leikhluta sem endaði með 7 - 0 kafla og má segja að þær litu aldrei um öxl eftir það. Hildur Björg Kjartansdóttir byrjaði fjórða leikhluta á þriggja stiga körfu sem var í miklum takt við það sem hún var búinn að gera í leiknum þar sem hún var algjörlega stórkostleg í alla staði. Fjölnir var að fara illa af ráði sínu sóknarlega, þær klikkuðu oftar en ekki á opnum sniðskotum og töpuðu einnig boltanum sem Valur gerði vel í að nýta sér og endaði leikurinn með sigri Vals 74 - 57. Af hverju vann Valur? Valur er líklega besta liðið í deildinni að refsa liðum fyrir mistök. Valur spilaði góða vörn sem endaði oftar en ekki með töpuðum boltum og þvinguðum skotum frá Fjölni sem Valur gerði mjög vel í að refsa með auðveldum körfum. Lykilmenn Vals mættu allar til leiks í kvöld og skiluðu þær mjög góðu framlagi á öllum sviðum vallarins. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Björg Kjartansdóttir var stórkostleg í kvöld á báðum endum vallarins. Fjölnir réði engan veginn við Hildi inn í teignum sem átti auðvelt með að komast að körfunni og gera auðvelda körfu ásamt því að fara út og gera þriggja stiga körfu. Hildur endaði með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 28 stig og tók 13 fráköst. Flest allir lykilmenn Vals áttu góðan leik í kvöld. Kiana Johnson var búinn að vera frá vegna meiðsla en hún gerði vel í að ráðast á vörn Fjölnis sem gaf henni opið skot eða lausan liðsfélaga. Kiana var einnig með tvöfalda tvennu en hún skilaði 14 stigum og 10 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Fjölnis var mjög staður þær treystu mikið á einstaklings framlag frá sínum aðal leikmönnum en þegar Valur stöðvaði þær var lítið annað upp á teningnum sem skilaði sér reglulega í þvinguðum tilraunum eða töpuðum boltum. Hvað gerist næst? Deildin heldur áfram stax um helgina og á sunnudaginn er stórleikur í Ólafssal þar sem Haukar fá Fjölni í heimsókn. Í Borgarnesi mætast síðan Skallagrímur og Valur næstkomandi sunnudag. Ólafur Jónas: Héldum skipulagi út allan leikinn sem var ánægjulegt að sjá. „Ég er mjög ánægður eftir leikinn, við vorum þolinmóðar í okkar aðgerðum þar sem við vissum að við værum að spila á móti góðu liði sem myndi ekki gefa neitt eftir. Vörnin varð betri eftir því sem leið á leikinn og við héldum okkar plani út leikinn,” sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. Leikurinn var jafn framan af þar sem Fjölnir gaf Val ekki færi á að slíta sér frá þeim alveg þar til seinni hálfleikur hófst. „Fjölnir tók mikið af sóknarfráköstum sem gaf þeim mörg tækifæri til að skora í sömu sókninni, við ræddum um það í hálfleik að reyna stíga þær meira út og halda þeim frá körfunni.” „Við fórum að hitta betur í seinni hálfleik ásamt því að fá upp góðan varnarleik sem gefur alltaf vítamín í sóknina og þá er körfubolti mjög skemmtilegur,” sagði Ólafur kátur að lokum. Halldór Karl: Tek tapið á mig „Valur lagði töluvert meira á sig í leiknum til þess að vinna hann og komum við ekki alveg eins ákveðnar inn í leikinn og ég vonaðist eftir,” sagði Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis svekktur. Þetta var fyrsti leikurinn í Dominos deildinni þar sem það var gerð landsleikja hlé sem Halldór Karl tók þátt í og fannst það hafa áhrif á spilamennsku liðsins. „Ég verð að taka þetta tap á mig, ég hef verið fjarverandi liðinu vegna anna með íslenska landsliðinu, ég þurfti einnig að bregða mér frá á Hornafjörð í undirbúningnum þá verður þessi leikur alfarið að skrifast á mig sem endaði síðan á að ég fæ tæknivillu í kvöld sem var ekki okkur í hag.” Fjölnir var inn í leiknum til að byrja með og einkenndist fyrri hálfleikur á því að Valur virtist alltaf ætla að fara langt fram úr Fjölni en þá náðu þær að minnka forskotið með góðum körfum þar til í seinni hálfleik þar sem allt gekk upp hjá Val. Halldór var svekktur með að liðið tapaði nánast öllum þáttum tölfræðinnar og var mikið um töpuðum boltum sem Valur gerði vel í að refsa fyrir. Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik í Val og réði Fjölnir illa við leik hennar í kvöld sem gerði liðinu erfitt fyrir. „Hildur er frábær leikmaður, ég sá hana spila við besta framherja í Evrópu og skora 20 stig á hana. Hildur er ein af bestu leikmönnum Íslands og getur hún kallað fram svona frammistöður þegar hún tekur sig til og ákveður það.” sagði Halldór og bætti við að Fjölnir ætli sér að mæta Val aftur í úrslitakeppninni.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti