Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 11:49 Tölvugerð mynd af Tryggvagötu eins og hún á að líta út að loknum framkvæmdum í byrjun sumars. Onno Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu. Reykjavíkurborg og Veitur hófu framkvæmdir á þessum hluta Tryggvagötu í fyrra en yfirborðsfrágangur er eftir. Lagnir eru endurnýjaðar auk þess sem gatan fær nýtt og fallegt yfirborð, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hitastig hefur verið yfir frostmarki í höfuðborginni undanfarið og segir í tilkynningunni að markmiðið sé að nýta góða tíð til að klára þennan hluta verksins á vetramánuðum. Stefnt sé að því að klára stéttina sunnan megin í apríl en að torgið sjálft við listaverkið verði klárt fyrir sumarið. Tryggvagata verður eftir breytingarnar vistgata. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara ökutækja, eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta, hefur forgang umfram umferð bíla og er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendur. Í núgildandi lögum er hámarkshraði á vistgötum 10 km/klst.Onno „Verður gaman að sjá mannlífið færast út á torgið í sumar en rekstraraðilar við Tryggvagötu munu fá tækifæri til að nota hluta torgsins fyrir gesti sína, í samstarfi við Reykjavíkurborg, sem mun áreiðanlega skapa góða stemningu.“ Gönguleið meðfram Tryggvagötu sunnanverðri verður haldið opinni og aðgengi rekstraraðila tryggt. Á meðan grafið er næst húsunum verður notast við rampa til að tryggja aðgengi að þeim rekstri sem þarna er. Tekið er fram að lögð sé áhersla á að sá tími verði sem stystur. Framkvæmdir í Tryggvagötu fyrir framan Tollhúsið hófust í fyrra.Vísir/Vilhelm Framkvæmdasvæðið verður lokað fyrir akandi umferð á meðan á framkvæmdatíma stendur. Umferðin verður með sama hætti og á meðan framkvæmdum stóð á síðasta ári. Umferðarstefnu verður snúið við í hluta Tryggvagötu á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Þannig verður hægt að beygja frá Pósthússtræti austur Tryggvagötu að Lækjargötu. Tryggvagatan verður lokuð á milli Grófarinnar, frá Grillhúsinu að Naustum. Það svæði breytist í vor í botnlanga sem er aðgengilegur frá Naustum þegar framkvæmdasvæðið færist yfir á gatnamót Grófarinnar. Reykjavík Göngugötur Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Reykjavíkurborg og Veitur hófu framkvæmdir á þessum hluta Tryggvagötu í fyrra en yfirborðsfrágangur er eftir. Lagnir eru endurnýjaðar auk þess sem gatan fær nýtt og fallegt yfirborð, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hitastig hefur verið yfir frostmarki í höfuðborginni undanfarið og segir í tilkynningunni að markmiðið sé að nýta góða tíð til að klára þennan hluta verksins á vetramánuðum. Stefnt sé að því að klára stéttina sunnan megin í apríl en að torgið sjálft við listaverkið verði klárt fyrir sumarið. Tryggvagata verður eftir breytingarnar vistgata. Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara ökutækja, eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta, hefur forgang umfram umferð bíla og er hraði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendur. Í núgildandi lögum er hámarkshraði á vistgötum 10 km/klst.Onno „Verður gaman að sjá mannlífið færast út á torgið í sumar en rekstraraðilar við Tryggvagötu munu fá tækifæri til að nota hluta torgsins fyrir gesti sína, í samstarfi við Reykjavíkurborg, sem mun áreiðanlega skapa góða stemningu.“ Gönguleið meðfram Tryggvagötu sunnanverðri verður haldið opinni og aðgengi rekstraraðila tryggt. Á meðan grafið er næst húsunum verður notast við rampa til að tryggja aðgengi að þeim rekstri sem þarna er. Tekið er fram að lögð sé áhersla á að sá tími verði sem stystur. Framkvæmdir í Tryggvagötu fyrir framan Tollhúsið hófust í fyrra.Vísir/Vilhelm Framkvæmdasvæðið verður lokað fyrir akandi umferð á meðan á framkvæmdatíma stendur. Umferðin verður með sama hætti og á meðan framkvæmdum stóð á síðasta ári. Umferðarstefnu verður snúið við í hluta Tryggvagötu á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Þannig verður hægt að beygja frá Pósthússtræti austur Tryggvagötu að Lækjargötu. Tryggvagatan verður lokuð á milli Grófarinnar, frá Grillhúsinu að Naustum. Það svæði breytist í vor í botnlanga sem er aðgengilegur frá Naustum þegar framkvæmdasvæðið færist yfir á gatnamót Grófarinnar.
Reykjavík Göngugötur Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira