Yfirlögregluþjónn býst við að rýming standi fram yfir hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:02 Grípa þurfti til rýmingar í gær því óvissa var uppi um um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin i desember. Á ljósmyndinni má sjá eyðilegginguna sem ein skriðanna sem féll í desember olli. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að svo virðist sem allt hafi verið með kyrrum kjörum í gærkvöldi og nótt þrátt fyrir talsverða úrkomu. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi á frekar von á því að rýming um fimmtíu húsa á Seyðisfirði muni standa eitthvað áfram en Veðurstofan mun nýta gluggann nú í hádeginu þegar styttir upp til að meta stöðugleika hlíðarinnar. Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur. Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur.
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52