„Hann stóð sig bara betur í smalamennskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2021 12:16 Mikla athygli vekur að Bjarkey, sem hefur verið einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, laut í lægra haldi fyrir Óla í forvalinu. Hún segist ekki hafa orðið þess vör að Steingrímur J. Sigfússon hafi hlutast til um valið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segist enn vera að velta því fyrir sér hvort hún þiggur annað sæti á lista Vinstri grænna fyrir næstu Alþingiskosningar á Norðurlandi eystra. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021
Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58