Lögmæti framboðs Orra dregið í efa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 14:01 Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks í viðtali. vísir/skjáskot Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira