Brjótum ísinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:30 Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun