Tímarnir breytast og löggjöfin með Una Hildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Alþingi Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun