Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. Hækkum rána var frumsýnd fimmtudaginn 11. febrúar á Sjónvarpi Símans. Þar er Brynjari og stelpunum, sem voru á aldrinum 8-13 ára meðan á tökum stóð, fylgt eftir yfir nokkurra ára tímabil. Óhefðbundnar þjálfunaraðferðir Brynjars eru í brennidepli; hann er óvæginn og orðljótur í samskiptum við stelpurnar og leggur áherslu á að þær reyni mótlæti á eigin skinni. Allt til þess að herða þær. Hann kveðst ekki aðeins vilja gera stúlkurnar betri í körfubolta heldur einnig valdefla þær. „Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Guðjón Ragnarsson leikstýrir myndinni og Margrét Jónasdóttir framleiðir. Hætti eftir umdeildan gjörning Líkt og tekið er fyrir í myndinni hafa málefni liðsins, og einkum þjálfarans Brynjars Karls, ítrekað ratað í fjölmiðla síðustu ár. Farið var yfir feril Brynjars í fréttaskýringu á Vísi í 22. maí 2019, daginn sem hann lét af störfum sem þjálfari stúlknanna í ÍR eftir umdeilda uppákomu á verðlaunaafhendingu á Íslandsmóti stúlkna á Akureyri. Þar höfnuðu stelpurnar Íslandsmeistarabikarnum og mótmæltu með því ákvörðun KKÍ um að leyfa þeim ekki að keppa við stráka á Íslandsmeistaramóti. Þetta er barátta sem, undir forystu Brynjars, er leiðarstef í myndinni – og nær hámarki með umræddum gjörningi á verðlaunapallinum. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 af gjörningi Brynjars og stelpnanna í ÍR-liðinu fyrir utan Íslandsmeistaramót drengja í körfubolta í október 2017. Þar mótmæltu stelpurnar því að fá ekki að keppa við strákana. Áðurnefnd fréttaskýring Vísis hefst á orðunum: „Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins.“ Svo er rakið, líkt og komið er inn á myndinni, hvernig honum hafi verið vikið úr starfi sem þjálfari stúlknaliðs hjá Stjörnunni árið 2017, skömmu áður en atburðarásin sem myndin segir frá hefst. Hópur í Stjörnuliðinu hafi hrakist frá félaginu vegna þjálfunaraðferða hans. Brynjar Karl Sigurðsson á langan - og umdeildan - þjálfunarferil að baki.Aþena Brynjar fór svo frá Stjörnunni yfir til ÍR. Þangað fylgdi honum hópur stúlkna, sem margar koma fram í myndinni. Fram kemur í umfjöllun Vísis að í þjálfaratíð Brynjars hafi foreldrum hjá ÍR og öðrum liðum blöskrað orðbragð og hegðun hans, auk þess sem dæmi hafi verið um að leikmenn annarra liða væru hreinlega hræddir við hann og kviðið því að mæta liði hans vegna þess. „Svo má einnig greina frá því að stórt framleiðslufyrirtæki hefur verið að vinna heimildarmynd í samstarfi við Brynjar um þetta verkefni sitt með stúlkunum ungu. Óljóst er hvenær sú mynd mun líta dagsins ljós,“ segir í fréttaskýringu Vísis. Það hefur myndin nú gert, tæpum tveimur árum eftir að Brynjar yfirgaf ÍR. „Forneskjulegu feðraveldisviðhorf“ KKÍ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Sumir fagna aðferðum Brynjars Karls sem fjallað er um í myndinni og orðræðan í því samhengi nokkuð ólík því sem birtist á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum á sínum tíma. Þá umræðu, sem oft var nokkuð óvægin, hefur Brynjar raunar tekið saman á heimasíðu körfuboltaliðsins Aþenu, sem hann stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ÍR árið 2019. Í umræðu um myndina nú beina einhverjir spjótum sínum að Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Sambandinu er enda stillt upp sem andstæðingi Brynjars og stúlknanna í myndinni – það er KKÍ sem meinar stelpunum að keppa við stráka. Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill segir til að mynda bæði stelpurnar og Brynjar Karl vera hetjur. „Ú á KKÍ og þeirra forneskjulegu feðraveldisviðhorf!“ skrifar hann á Twitter nú í byrjun vikunnar. Vá! Vá og aftur vá hvað "Hækkum rána" er mikið þrekvirki. Þessar stelpur og Brynjar þjálfari...hetjur! Ú á KKÍ og þeirra forneskjulegu feðraveldisviðhorf! pic.twitter.com/a493Z24ND6— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 13, 2021 „Myndin skilur mann eftir m þá upplifun að KKÍ hefði getað staðið sig miklu betur í samtali við stelpurnar,“ skrifar Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona á Facebook eftir áhorf á myndina á sunnudag. „En líka skeptískan á þjálfarann,“ bætir hún við. Hausinn á mér er að springa eftir að hafa horft á heimildarmyndina Hækkum rána. Hún vekur bæði upp sterkar tilfinningar...Posted by Þóra Tómasdóttir on Mánudagur, 15. febrúar 2021 Hvorki Brynjar sjálfur né Hannes S. Jónsson formaður KKÍ vildu tjá sig um efni myndarinnar eða viðbrögð við henni að svo stöddu þegar Vísir hafði samband við þá á miðvikudag. Þeir ræddu málin í Akraborginni á X977 árið 2017, skömmu eftir áðurnefnd mótmæli stúlknanna og Brynjars. Viðtalið má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Þá hafa margir lýst blendnum tilfinningum eftir áhorf á myndina undanfarna daga; telja Brynjar Karl mögulega hafa farið yfir strikið en valdefling stúlknanna, sem þjálfaranum sjálfum er svo tíðrætt um í myndinni, sé af hinu góða. Hækkum rána er vægast sagt frábær mynd. Má vera að BK hafi gengið of langt að mati sumra, en skilaboðin eru svo góð og svo óþolandi rétt.— Stefán Guðnason (@njallotkar) February 12, 2021 Allir með take á Hækkum Rána. Ég má vera memm. Valdefling ungra stúlkna: Snilld.Að leyfa blandaða keppni milli kynja: Snilld.Að æsa hóp af 10 ára börnum upp í að fylgja archaic hugmyndafræðinni þinni: Dodgy at best.— Oddur Bauer (@oddurbauer) February 16, 2021 Úff, þvílíkt áhrifamikil heimildarmynd. Táraðist oft og var oft forviða en um leið mjög hrifnæm og agndofa yfir því hve...Posted by Agla Þyri Kristjánsdóttir on Fimmtudagur, 11. febrúar 2021 Helgar tilgangurinn meðalið? En aðferðir Brynjars Karls hafa einnig fallið í beinlínis grýttan jarðveg. Gagnrýnin umfjöllun Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, sem birtist á Kjarnanum á þriðjudag undir fyrirsögninni Helgar tilgangurinn meðalið? hefur vakið einna mesta athygli í því samhengi. Viðar segir meðal annars í pistli sínum að Brynjar fái foreldra þeirra til að taka þátt í „tilraunaverkefni“, hvers markmið sé að keppa við strákana. „[…] þar sem stemningin minnir á stundum á trúarleiðtoga sem vefur bæði iðkendum og foreldrum um fingur sér. En spurningin sem viðfangsefni heimildamyndarinnar vekur að mínu mati snýr ekki að því að reynt hafi verið að valdefla ungar stúlkur í íþróttum, heldur hvernig það var gert,“ skrifar Viðar. Hann telur aðferðir Brynjars í raun fela í sér afreksvæðingu íþróttastarfs barna. Aðferðirnar, sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, séu raunar löngu taldar úreltar og gangi gegn viðurkenndum fræðum. „Það er að mínu mati ekki réttlætanlegt undir neinum kringumstæðum að beita slíkum aðferðum á börn í íþróttum þó svo að það sé gert í nafni jafnréttis og valdeflingar stúlkna – eins göfugt og það markmið er í sjálfu sér. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið,“ skrifar Viðar. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, hefur vakið mikla athygli fyrir pistil sinn um Hækkum rána.Vísir/vilhelm Segi aðeins sögu sigurvegaranna Þá bendir Viðar einnig á að íþróttastarfi á Íslandi sé ætlað að veita öllum börnum tækifæri til að eflast félagslega – „en ekki einungis þeim börnum sem eru góð í að bíta á jaxlinn eða þeim sem eru á einhvern hátt meira snemmþroska en önnur börn.“ Myndin sýni jafnframt sögu sigurvegaranna en ekki hlið þeirra stúlkna sem heltust úr lestinni. Líkt og áður segir greindi Stjarnan frá því í yfirlýsingu árið 2017 að leikmenn hefðu hrökklast úr liðinu vegna þjálfunaraðferða Brynjars. „[…] úrsérgengin hugmyndafræði um einhverja töffarahörku og gamaldags karlmennsku [er] ekki rétta svarið. Það er vafasamt að gera tilraunir á viðkvæmum hópum eins og börnum. Börn eiga ekki að vera tilraunadýr fyrir slíkar hugmyndir. Að taka upp þessar gömlu og úreltu þjálfunaraðferðir í íþróttaþjálfun barna er í mínum huga eins og að foreldrar myndu byrja að rassskella börnin sín á nýjan leik til að halda uppi aga. Er þetta virkilega stefnan sem við viljum taka?“ spyr Viðar að lokum í pistli sínum. Ólafur Stefánsson, lífskúnstner og fyrrverandi handboltamaður, ber Brynjari vel söguna.Vísir/Vilhelm Óli Stef telur Viðar á hálum ís Á meðal þeirra sem tekur undir með Viðari er Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Til allra þeirra sem telja að myndin hækkum ránna sé eitthvað meistaraverk og snúist eitthvað um feminista. Eg er sammala hverjum orði sem @VidarHalldrsson skrifar i þessum pistli https://t.co/OESjWJA0fa— Hafrún Kristjans (@HabbaKriss) February 16, 2021 Í gær blandaði Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltamaður sér svo í umræðu um Hækkum rána. Þar segir hann að það hafi komið sér á óvart að Viðar, vinur sinn og fræðimaður, hafi líkt Brynjari við þjálfara sem tilheyri „úr sér genginni austur-evrópskri niðurrifs ‚uppbyggingar-þjálffræði“. Það sé heldur vafasöm einföldun. „Þjálfun Brynjars er allt önnur, skýrari og margslungnari sem greina má ef lagt er vel við hlustir í umræddri mynd. Kennsla Brynjars snýst minna um körfubolta eða það að vinna úrslitaleik 22-4 (sem er reyndar umhugsunarefni einnig) heldur miklu fremur um að færa leikmönnum sínum tungumál og tilfinningameðvitund til þess fallin að láta engan - hvort sem er Brynjar sjálfur, annar þjálfari eða kennari, foreldri, mótherji - ræna sig útgeislun sinni og leikgleði,“ segir Ólafur. Í ljósi heitfenginnar umræðu um myndina Hækkum Rána langaði mig að deila minni sýn. Ég hef þekkt Brynjar í fjöldamörg...Posted by Ólafur Stefánsson on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 Skilur vel að fólk fái sjokk Stúlkurnar sem Brynjar þjálfar í myndinni virðast, ef marka má frásagnir og skoðanir þeirra sem bornar eru á borð fyrir áhorfandann, ánægðar með aðferðir Brynjars. Þær lýsa því að þær séu „valdefldar“ og þá er til dæmis fullyrt að þær hafi sjálfar átt hugmyndina að gjörningnum á verðlaunafhendingunni vorið 2019 – ekki Brynjar. Þá virðast langflestir foreldrarnir sem koma fram nafngreindir í myndinni einnig á bandi Brynjars. Einn faðir lýsir þó óánægju með orðbragðið sem Brynjar notar í samskiptum við stelpurnar á æfingum og í leikjum en af því verða ekki eftirmálar í myndinni. Þá er þess getið að stúlkur hafi hætt í liðinu eftir keppnisferð til Þýskalands, þar sem upp hafi komið ágreiningur milli Brynjars og foreldra. Veggspjald myndarinnar Hækkum rána.Sagafilm Margrét A. Markúsdóttir, leikskólakennari og móðir eins liðsmanns ÍR, sem nú æfir hjá Brynjari í Aþenu, segir í ítarlegum pistli á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar að harkan í Brynjari hafi ekki brotið stúlkurnar niður heldur valdeflt þær. Það hafi stelpurnar margar heimfært yfir á aðrar aðstæður í lífinu. „En ég skil vel að fólk fá sjokk yfir þessu því ég var þar algjörlega í byrjun. Hann er ekki allra og ég er ekki heldur sammála honum í öllu. Okkur foreldrunum hefur verið líkt við að vera í sértrúarsöfnuði en flestir foreldrarnir sem hafa haldið áfram hjá honum hafa átt samræður við hann um hlutina, beðið um útskýringar, rifist við hann, verið ósammála honum o.s.frv.,“ skrifar Margrét. „Í mínu tilfelli fékk dóttir mín að ráða hvað hún vildi gera eftir allt dramað hjá ÍR. Hún fékk að ráða hvort hún héldi áfram hjá ÍR, færi í Stjörnuna eða í nýja liðið hans, Aþenu. Hún valdi Aþenu og ég treysti henni fyrir því sem hún vill gera. Ég sé allavega ekki að hún sé niðurbrotin eða beitt andlegu ofbeldi á æfingum, heldur hefur hún styrkst sem einstaklingur og orðið meiri leiðtogi.“ Dóttir mín prófaði að æfa hjá Brynjari haustið 2018. Ég var ósátt við það til að byrja með og tók það mig nokkurn tíma...Posted by Margrét A. Markúsdóttir on Sunnudagur, 14. febrúar 2021 Íþróttir barna Bíó og sjónvarp Körfubolti Börn og uppeldi Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent
Hækkum rána var frumsýnd fimmtudaginn 11. febrúar á Sjónvarpi Símans. Þar er Brynjari og stelpunum, sem voru á aldrinum 8-13 ára meðan á tökum stóð, fylgt eftir yfir nokkurra ára tímabil. Óhefðbundnar þjálfunaraðferðir Brynjars eru í brennidepli; hann er óvæginn og orðljótur í samskiptum við stelpurnar og leggur áherslu á að þær reyni mótlæti á eigin skinni. Allt til þess að herða þær. Hann kveðst ekki aðeins vilja gera stúlkurnar betri í körfubolta heldur einnig valdefla þær. „Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Guðjón Ragnarsson leikstýrir myndinni og Margrét Jónasdóttir framleiðir. Hætti eftir umdeildan gjörning Líkt og tekið er fyrir í myndinni hafa málefni liðsins, og einkum þjálfarans Brynjars Karls, ítrekað ratað í fjölmiðla síðustu ár. Farið var yfir feril Brynjars í fréttaskýringu á Vísi í 22. maí 2019, daginn sem hann lét af störfum sem þjálfari stúlknanna í ÍR eftir umdeilda uppákomu á verðlaunaafhendingu á Íslandsmóti stúlkna á Akureyri. Þar höfnuðu stelpurnar Íslandsmeistarabikarnum og mótmæltu með því ákvörðun KKÍ um að leyfa þeim ekki að keppa við stráka á Íslandsmeistaramóti. Þetta er barátta sem, undir forystu Brynjars, er leiðarstef í myndinni – og nær hámarki með umræddum gjörningi á verðlaunapallinum. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 af gjörningi Brynjars og stelpnanna í ÍR-liðinu fyrir utan Íslandsmeistaramót drengja í körfubolta í október 2017. Þar mótmæltu stelpurnar því að fá ekki að keppa við strákana. Áðurnefnd fréttaskýring Vísis hefst á orðunum: „Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins.“ Svo er rakið, líkt og komið er inn á myndinni, hvernig honum hafi verið vikið úr starfi sem þjálfari stúlknaliðs hjá Stjörnunni árið 2017, skömmu áður en atburðarásin sem myndin segir frá hefst. Hópur í Stjörnuliðinu hafi hrakist frá félaginu vegna þjálfunaraðferða hans. Brynjar Karl Sigurðsson á langan - og umdeildan - þjálfunarferil að baki.Aþena Brynjar fór svo frá Stjörnunni yfir til ÍR. Þangað fylgdi honum hópur stúlkna, sem margar koma fram í myndinni. Fram kemur í umfjöllun Vísis að í þjálfaratíð Brynjars hafi foreldrum hjá ÍR og öðrum liðum blöskrað orðbragð og hegðun hans, auk þess sem dæmi hafi verið um að leikmenn annarra liða væru hreinlega hræddir við hann og kviðið því að mæta liði hans vegna þess. „Svo má einnig greina frá því að stórt framleiðslufyrirtæki hefur verið að vinna heimildarmynd í samstarfi við Brynjar um þetta verkefni sitt með stúlkunum ungu. Óljóst er hvenær sú mynd mun líta dagsins ljós,“ segir í fréttaskýringu Vísis. Það hefur myndin nú gert, tæpum tveimur árum eftir að Brynjar yfirgaf ÍR. „Forneskjulegu feðraveldisviðhorf“ KKÍ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Sumir fagna aðferðum Brynjars Karls sem fjallað er um í myndinni og orðræðan í því samhengi nokkuð ólík því sem birtist á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum á sínum tíma. Þá umræðu, sem oft var nokkuð óvægin, hefur Brynjar raunar tekið saman á heimasíðu körfuboltaliðsins Aþenu, sem hann stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ÍR árið 2019. Í umræðu um myndina nú beina einhverjir spjótum sínum að Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Sambandinu er enda stillt upp sem andstæðingi Brynjars og stúlknanna í myndinni – það er KKÍ sem meinar stelpunum að keppa við stráka. Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill segir til að mynda bæði stelpurnar og Brynjar Karl vera hetjur. „Ú á KKÍ og þeirra forneskjulegu feðraveldisviðhorf!“ skrifar hann á Twitter nú í byrjun vikunnar. Vá! Vá og aftur vá hvað "Hækkum rána" er mikið þrekvirki. Þessar stelpur og Brynjar þjálfari...hetjur! Ú á KKÍ og þeirra forneskjulegu feðraveldisviðhorf! pic.twitter.com/a493Z24ND6— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 13, 2021 „Myndin skilur mann eftir m þá upplifun að KKÍ hefði getað staðið sig miklu betur í samtali við stelpurnar,“ skrifar Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona á Facebook eftir áhorf á myndina á sunnudag. „En líka skeptískan á þjálfarann,“ bætir hún við. Hausinn á mér er að springa eftir að hafa horft á heimildarmyndina Hækkum rána. Hún vekur bæði upp sterkar tilfinningar...Posted by Þóra Tómasdóttir on Mánudagur, 15. febrúar 2021 Hvorki Brynjar sjálfur né Hannes S. Jónsson formaður KKÍ vildu tjá sig um efni myndarinnar eða viðbrögð við henni að svo stöddu þegar Vísir hafði samband við þá á miðvikudag. Þeir ræddu málin í Akraborginni á X977 árið 2017, skömmu eftir áðurnefnd mótmæli stúlknanna og Brynjars. Viðtalið má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Þá hafa margir lýst blendnum tilfinningum eftir áhorf á myndina undanfarna daga; telja Brynjar Karl mögulega hafa farið yfir strikið en valdefling stúlknanna, sem þjálfaranum sjálfum er svo tíðrætt um í myndinni, sé af hinu góða. Hækkum rána er vægast sagt frábær mynd. Má vera að BK hafi gengið of langt að mati sumra, en skilaboðin eru svo góð og svo óþolandi rétt.— Stefán Guðnason (@njallotkar) February 12, 2021 Allir með take á Hækkum Rána. Ég má vera memm. Valdefling ungra stúlkna: Snilld.Að leyfa blandaða keppni milli kynja: Snilld.Að æsa hóp af 10 ára börnum upp í að fylgja archaic hugmyndafræðinni þinni: Dodgy at best.— Oddur Bauer (@oddurbauer) February 16, 2021 Úff, þvílíkt áhrifamikil heimildarmynd. Táraðist oft og var oft forviða en um leið mjög hrifnæm og agndofa yfir því hve...Posted by Agla Þyri Kristjánsdóttir on Fimmtudagur, 11. febrúar 2021 Helgar tilgangurinn meðalið? En aðferðir Brynjars Karls hafa einnig fallið í beinlínis grýttan jarðveg. Gagnrýnin umfjöllun Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, sem birtist á Kjarnanum á þriðjudag undir fyrirsögninni Helgar tilgangurinn meðalið? hefur vakið einna mesta athygli í því samhengi. Viðar segir meðal annars í pistli sínum að Brynjar fái foreldra þeirra til að taka þátt í „tilraunaverkefni“, hvers markmið sé að keppa við strákana. „[…] þar sem stemningin minnir á stundum á trúarleiðtoga sem vefur bæði iðkendum og foreldrum um fingur sér. En spurningin sem viðfangsefni heimildamyndarinnar vekur að mínu mati snýr ekki að því að reynt hafi verið að valdefla ungar stúlkur í íþróttum, heldur hvernig það var gert,“ skrifar Viðar. Hann telur aðferðir Brynjars í raun fela í sér afreksvæðingu íþróttastarfs barna. Aðferðirnar, sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, séu raunar löngu taldar úreltar og gangi gegn viðurkenndum fræðum. „Það er að mínu mati ekki réttlætanlegt undir neinum kringumstæðum að beita slíkum aðferðum á börn í íþróttum þó svo að það sé gert í nafni jafnréttis og valdeflingar stúlkna – eins göfugt og það markmið er í sjálfu sér. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið,“ skrifar Viðar. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, hefur vakið mikla athygli fyrir pistil sinn um Hækkum rána.Vísir/vilhelm Segi aðeins sögu sigurvegaranna Þá bendir Viðar einnig á að íþróttastarfi á Íslandi sé ætlað að veita öllum börnum tækifæri til að eflast félagslega – „en ekki einungis þeim börnum sem eru góð í að bíta á jaxlinn eða þeim sem eru á einhvern hátt meira snemmþroska en önnur börn.“ Myndin sýni jafnframt sögu sigurvegaranna en ekki hlið þeirra stúlkna sem heltust úr lestinni. Líkt og áður segir greindi Stjarnan frá því í yfirlýsingu árið 2017 að leikmenn hefðu hrökklast úr liðinu vegna þjálfunaraðferða Brynjars. „[…] úrsérgengin hugmyndafræði um einhverja töffarahörku og gamaldags karlmennsku [er] ekki rétta svarið. Það er vafasamt að gera tilraunir á viðkvæmum hópum eins og börnum. Börn eiga ekki að vera tilraunadýr fyrir slíkar hugmyndir. Að taka upp þessar gömlu og úreltu þjálfunaraðferðir í íþróttaþjálfun barna er í mínum huga eins og að foreldrar myndu byrja að rassskella börnin sín á nýjan leik til að halda uppi aga. Er þetta virkilega stefnan sem við viljum taka?“ spyr Viðar að lokum í pistli sínum. Ólafur Stefánsson, lífskúnstner og fyrrverandi handboltamaður, ber Brynjari vel söguna.Vísir/Vilhelm Óli Stef telur Viðar á hálum ís Á meðal þeirra sem tekur undir með Viðari er Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Til allra þeirra sem telja að myndin hækkum ránna sé eitthvað meistaraverk og snúist eitthvað um feminista. Eg er sammala hverjum orði sem @VidarHalldrsson skrifar i þessum pistli https://t.co/OESjWJA0fa— Hafrún Kristjans (@HabbaKriss) February 16, 2021 Í gær blandaði Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltamaður sér svo í umræðu um Hækkum rána. Þar segir hann að það hafi komið sér á óvart að Viðar, vinur sinn og fræðimaður, hafi líkt Brynjari við þjálfara sem tilheyri „úr sér genginni austur-evrópskri niðurrifs ‚uppbyggingar-þjálffræði“. Það sé heldur vafasöm einföldun. „Þjálfun Brynjars er allt önnur, skýrari og margslungnari sem greina má ef lagt er vel við hlustir í umræddri mynd. Kennsla Brynjars snýst minna um körfubolta eða það að vinna úrslitaleik 22-4 (sem er reyndar umhugsunarefni einnig) heldur miklu fremur um að færa leikmönnum sínum tungumál og tilfinningameðvitund til þess fallin að láta engan - hvort sem er Brynjar sjálfur, annar þjálfari eða kennari, foreldri, mótherji - ræna sig útgeislun sinni og leikgleði,“ segir Ólafur. Í ljósi heitfenginnar umræðu um myndina Hækkum Rána langaði mig að deila minni sýn. Ég hef þekkt Brynjar í fjöldamörg...Posted by Ólafur Stefánsson on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 Skilur vel að fólk fái sjokk Stúlkurnar sem Brynjar þjálfar í myndinni virðast, ef marka má frásagnir og skoðanir þeirra sem bornar eru á borð fyrir áhorfandann, ánægðar með aðferðir Brynjars. Þær lýsa því að þær séu „valdefldar“ og þá er til dæmis fullyrt að þær hafi sjálfar átt hugmyndina að gjörningnum á verðlaunafhendingunni vorið 2019 – ekki Brynjar. Þá virðast langflestir foreldrarnir sem koma fram nafngreindir í myndinni einnig á bandi Brynjars. Einn faðir lýsir þó óánægju með orðbragðið sem Brynjar notar í samskiptum við stelpurnar á æfingum og í leikjum en af því verða ekki eftirmálar í myndinni. Þá er þess getið að stúlkur hafi hætt í liðinu eftir keppnisferð til Þýskalands, þar sem upp hafi komið ágreiningur milli Brynjars og foreldra. Veggspjald myndarinnar Hækkum rána.Sagafilm Margrét A. Markúsdóttir, leikskólakennari og móðir eins liðsmanns ÍR, sem nú æfir hjá Brynjari í Aþenu, segir í ítarlegum pistli á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar að harkan í Brynjari hafi ekki brotið stúlkurnar niður heldur valdeflt þær. Það hafi stelpurnar margar heimfært yfir á aðrar aðstæður í lífinu. „En ég skil vel að fólk fá sjokk yfir þessu því ég var þar algjörlega í byrjun. Hann er ekki allra og ég er ekki heldur sammála honum í öllu. Okkur foreldrunum hefur verið líkt við að vera í sértrúarsöfnuði en flestir foreldrarnir sem hafa haldið áfram hjá honum hafa átt samræður við hann um hlutina, beðið um útskýringar, rifist við hann, verið ósammála honum o.s.frv.,“ skrifar Margrét. „Í mínu tilfelli fékk dóttir mín að ráða hvað hún vildi gera eftir allt dramað hjá ÍR. Hún fékk að ráða hvort hún héldi áfram hjá ÍR, færi í Stjörnuna eða í nýja liðið hans, Aþenu. Hún valdi Aþenu og ég treysti henni fyrir því sem hún vill gera. Ég sé allavega ekki að hún sé niðurbrotin eða beitt andlegu ofbeldi á æfingum, heldur hefur hún styrkst sem einstaklingur og orðið meiri leiðtogi.“ Dóttir mín prófaði að æfa hjá Brynjari haustið 2018. Ég var ósátt við það til að byrja með og tók það mig nokkurn tíma...Posted by Margrét A. Markúsdóttir on Sunnudagur, 14. febrúar 2021