Brynjar þjálfari hvetur Viðar prófessor til að vinna heimavinnuna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2021 17:25 Brynjar Karl segir það algerlega ljóst að Viða Halldórsson prófessor hafi ekki unnið heimavinnu sína þegar hann setti sína gagnrýni fram. Hún sé fráleit. Brynjar Karl Sigurðsson, einn umtalaðasti körfuboltaþjálfari landsins, svarar gagnrýni sem hann hefur mátt sitja undir; segir fráleitt að hann sé að afreksvæða íþróttir barna. Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“ Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Brynjar Karl hefur heldur betur komist í kastljósið undanfarna daga einkum vegna heimildamyndarinnar Hækkum rána, sem nú er til sýninga. Þar segir af vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn Brynjars Karls. Aðferðir þjálfarans eru afar umdeildar, ýmist er hann lofaður eða gagnrýndur harðlega. Vísir hefur fjallað ítarlega um myndina og feril Brynjars. Brynjar Karl var í ítarlegu viðtali í morgun í útvarpsþættinum Harmageddon og þar svarar hann meðal annars Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði. Viðar birti pistil undir yfirskriftinni „Helgar tilgangurinn meðalið?“ Þar sakar hann Brynjar meðal annars um að afreksvæða íþróttastarf barna með aðferðum sem gangi út á að heimfæra þjálfunaraðferðir fullorðinna yfir á börn, nokkuð sem teljist úrelt og gangi gegn viðurkenndum fræðum. Þetta telur Viðar ekki vera réttlætanlegt, ekki undir neinum kringumstæðum. Brynjar er spurður sérstaklega út í þessa meintu afreksvæðingu ungra barna. Að búið sé að sigta út alla aumingjana, eins og útvarpsmaðurinn orðar það, og bara þeir bestu fá að vera með. „Mér finnst ótrúlegt, af því að ég hef rosalega lítinn áhuga á því að mæta í fjölmiðla og gaspra um þessa hluti, að sjá mig knúinn til að mæta í útvarpsviðtal, vegna þess að einhver prófessor vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvað áttu við? „Það sem ég á við er að þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég er með allskonar greiningar, allskonar hluti, það eru stelpur í þessu liði sem eru með skilgreiningar sem ég ætla ekkert að vera að tala um hérna. Ef hann myndi kynna sér það og tala við foreldrana, ég held að hann myndi bara skammast sín.“ Brynjar Karl segist einmitt vera á móti því að afreksskipta hópnum. Þetta snúist um elju. Þeir sem sýna minni áhuga fari í B-hóp. „Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju.“
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira