„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 11:30 Geir Þorsteinsson var í áratug framkvæmdastjóri KSÍ og svo annan áratug formaður KSÍ. Hann er nú framkvæmdastjóri ÍA. vísir/Daníel „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira