Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 14:43 Frá kröfugönguni í Mógadisjú í morgun. EPA/SAID YUSUF WARSAME Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021 Sómalía Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021
Sómalía Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira