Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 14:43 Frá kröfugönguni í Mógadisjú í morgun. EPA/SAID YUSUF WARSAME Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021 Sómalía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021
Sómalía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira