Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:17 Hinn albanski Armando Beqirai var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umræddur karlmaður var handtekinn í íbúð í Urriðaholti í Garðabæ skömmu eftir að karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Litháinn er einn átta sem nú eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Einn þeirra, rúmlega fertugur Íslendingur, var með íbúðina í Urriðaholti á leigu þar sem Litháinn var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Umræddur karlmaður var handtekinn í íbúð í Urriðaholti í Garðabæ skömmu eftir að karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Litháinn er einn átta sem nú eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið. Einn þeirra, rúmlega fertugur Íslendingur, var með íbúðina í Urriðaholti á leigu þar sem Litháinn var handtekinn. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. 19. febrúar 2021 12:47
Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. 19. febrúar 2021 12:06
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent