Sigurbjörn Árni ætlar sér að sigrast á krabbameininu Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 23:00 Sigurbjörn Árni segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við krabbameinið. Hann ætli að halda sér jákvæðum í gegnum ferlið. Facebook Skólameistarinn og íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með fjórða stigs sortuæxli á miðvikudaginn og hefur hafið lyfjameðferð. Hann segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við meinið og segir óþarfi að fólk drífi sig í heimsókn þar sem hann telji ólíklegt að hann deyi á næstunni. Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“ Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“
Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira