Loksins, loksins fá Sunnlendingar menningarsal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2021 12:29 Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg og nefndarmaður í byggingarnefnd Menningarsalsins á Selfossi, sem býður fólk velkomið í salinn í lok næsta árs ef allt gengur upp. Hann segir salinn verða mjög glæsilegan og að mikill metnaður verði lagður í hönnun og frágang hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru nú að fara að eignast sinn eigin menningarsal, sem hefur þó staðið fokheldur í 35 ár. Salurinn er í Hótel Selfossi og mun rúma um þrjú hundruð manns í sæti. Nú þegar er búið að tryggja tæplega 500 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“ Menning Árborg Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“
Menning Árborg Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira