Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 19:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunararáðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri nýrrar skýrslu um svokallað klasastefnu sem hefur að markmiði að auka hagsæld. Vísir Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent