Í myndinni er farið yfir óheðfbundnar þjálfunaraðferðir Brynjars sem leggur í störfum sínum mikla áherslu á að þær reyni mótlæti á eigin skinni og verði harðari af sér fyrir vikið. Hann kveðst ekki aðeins vilja gera stúlkurnar betri í körfubolta heldur einnig valdefla þær.
Mikil umræða fór af stað í kjölfar frumsýningu myndarinnar og vakti pistill Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Kjarnanum mikla athygli. Þar gagnrýndi hann aðferðirnar og sagði stemninguna minna á „trúarleiðtoga sem vefur bæði iðkendum og foreldrum um fingur sér“ og þarna væri um afreksvæðingu að ræða. Brynjar vísaði því alfarið á bug og sagði Viðar ekki hafa unnið heimavinnuna sína.
„Þú mátt mæta með staurfót og ég skal þjálfa þig. Svo fremi að þú sýnir elju,“ sagði Brynjar í viðtali um gagnrýnina, þar sem hann sagðist jafnframt mótfallinn því að afreksskipta hópnum.
Íþróttastarf þurfi að vera á forsendum barnanna
Yfirlýsing fræðimannanna fer yfir fyrrnefnda afreksvæðingu og mögulegar afleiðingar hennar. Slíkt hafi verið mikið rannsakað á vettvangi vísindanna og þó mikilvægt sé að kenna seiglu og dugnað í gegnum íþróttir séu sterkar vísbendingar um að hún sé óæskileg og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Til dæmis:
- ótímabæra sérhæfingu barna í ákveðinni íþróttagrein, sem hindri eða útiloki þátttöku í öðrum greinum
- aukna hættu á álagsmeiðslum vegna ófullnægjandi líkamslegs undirbúnings barna og ungmenna
- háa tíðni ótímabærs brottfalls úr íþróttum
- hámarksárangri náð á unglingsaldri
- mikinn fjárhagslegan kostnað fyrir fjölskyldur
- neikvæða sjálfmynd iðkenda sem ekki verða afreksmenn
- háa tíðni kulnunar, kvíða og annarra sálrænna vandamála
- glötuð tækifæri á að stunda íþróttir á forsendum barna
Þau segja mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt barna og að hvatinn til íþróttastarfs sé á þeirra eigin forsendum í samræmi við vaxta- og þroskastig. Áhersla á keppni og hámarksárangur ætti að vera innleidd á unglingsárum þegar bæði líkamlegar og andlegar undirstöður hafi verið byggðar.
„Með of miklum og áköfum æfingum á barnsaldri má kalla fram skjóta frammistöðubætingu sem leiðir til árangurs til skamms tíma, en þar sem heilsa er í húfi,“ segir í yfirlýsingunni.
Jafnframt benda þau á að forsvarsmenn, foreldrar og þjálfarar beri aðgæsluskyldu svo börn séu ekki „viljandi eða af gáleysi sett í aðstæður sem geta valdið andlegum eða líkamlegum skaða“ og hvetja þau alla hlutaðeigandi til þess að kynna sér niðurstöður rannsókna á íþróttastarfi barna.
Yfirlýsing frá fræðafólki sem hefur lagt stund á rannsóknir á íþróttum. Til upplýsinga fyrir þjálfara, foreldra og aðra áhugasama. pic.twitter.com/7fqgQbhqFP
— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) February 19, 2021
Segir Brynjar vilja koma sjálfum sér á framfæri
Körfuknattleikskonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem hefur tjáð sig í kjölfar sýningu myndarinnar og segist hún sjálf flokka Brynjar sem „karlrembu í sínum bókum“ sem vilji koma sjálfum sér á framfæri í nafni jafnréttis. Hann hafi farið rangt að þessari baráttu að hennar mati.
„Hefði ekki betra að vera með KKÍ og félögin með sér í liði frá byrjun til að fá niðurstöðuna sem hann vildi? [Brynjar Karl] veit alveg hvernig KKÍ þingið virkar. Hann er að spila með okkur öll, á kostnað stelpnanna og „jafnréttis“,“ skrifar Lovísa á Twitter.
Þið hélduð þó ekki að ég gæti setið á mér..
— Lovísa (@LovisaFals) February 19, 2021
Mitt take fyrir áhugasama, þar sem ég hef smá reynslu af því að vera stelpa í körfubolta. Annað en Brynjar Karl, Óli Stef og hinir karlarnir með allar lausnirnar fyrir stelpur í íþróttum. #korfubolti #haekkumrana pic.twitter.com/FSKiY7TdQr
Sjálf væri hún meira en til í að sitja í nefnd sem sneri að jafnrétti eða eflingu yngri flokka og nefnir hún nokkra hluti sem hún segir ofar á forgangslista en að stelpur fái að spila á móti strákum.
„Stelpur fái jafn metnaðarfulla þjálfun og strákarnir innan sama félags. Finna lausnir við brottfalli stúlkna á unglingsaldri. Lið þeirra megi ekki vera lagt niður vegna sparnaðar. Þæri fái borgað fyrir vinnu sína í meistaraflokki líkt og strákar í karlaliðinu. Það sé öruggur staður fyrir stelpur að æfa, keppa, fara í æfingaferðir og fagna sigrum/titlum án þess að þjálfarar, stjórnarmenn, dómarar eða starfsmenn í kringum liðið áreiti þær.“
„Hann lætur þessar stelpur sínar halda að kynsystur sínar séu ekki verðugir andstæðingar. Hann upp á sitt einsdæmi rífur aðrar stelpur niður á meðan þær spila við liðið hans. Ekki er það með leyfi foreldra andstæðinganna,“ skrifar Lovísa.