Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 10:54 Mótmælendur halda uppi myndum af Aung San Suu Kyi en hún og margir úr flokki hennar, sem vann stóran sigur í kosningum síðasta árs, eru nú haldið í stofufangelsi af hernum. Vísir/AP Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. Vitni sögðu Reuters fréttaveitunni að tugir þúsunda hefðu mótmælt valdaráni hersins á götum Mandalay, næst stærstu borgar Mjanmar, þar sem skothríðin átti sér stað í gær. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Mótmæli hafa í raun farið fram víðsvegar um landið og víða hafa þau verið mjög fjölmenn, ef marka má fréttaflutning erlendis frá. BBC segir sambærilega sögu og að mótmælendur hafi alfarið hafnað loforðum hersins um að halda fljótt kosningar. Þeir vilji lýðræðislega kjörna leiðtoga landsins, eins og Aung San Suu Kyi úr haldi hersins. Mótmælendur hafa einnig barið potta og pönnur til að vekja athygli á málstað sínum. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því en forsvarsmenn hersins frömdu valdarán þann 1. febrúar. Herinn hefur notast mikið við Facebook til að staðhæfa um kosningasvik en samfélagsmiðlafyrirtækið hefur lokað helstu síðum hersins og segir herinn hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Ofbeldið í gær hefur verið fordæmt víða um heim. Mjanmar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Vitni sögðu Reuters fréttaveitunni að tugir þúsunda hefðu mótmælt valdaráni hersins á götum Mandalay, næst stærstu borgar Mjanmar, þar sem skothríðin átti sér stað í gær. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Mótmæli hafa í raun farið fram víðsvegar um landið og víða hafa þau verið mjög fjölmenn, ef marka má fréttaflutning erlendis frá. BBC segir sambærilega sögu og að mótmælendur hafi alfarið hafnað loforðum hersins um að halda fljótt kosningar. Þeir vilji lýðræðislega kjörna leiðtoga landsins, eins og Aung San Suu Kyi úr haldi hersins. Mótmælendur hafa einnig barið potta og pönnur til að vekja athygli á málstað sínum. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því en forsvarsmenn hersins frömdu valdarán þann 1. febrúar. Herinn hefur notast mikið við Facebook til að staðhæfa um kosningasvik en samfélagsmiðlafyrirtækið hefur lokað helstu síðum hersins og segir herinn hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Ofbeldið í gær hefur verið fordæmt víða um heim.
Mjanmar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira