Óumdeilt mikilvægi menningar í heimsfaraldri Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifa 22. febrúar 2021 07:30 Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Menning Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun