Má bjóða þér klukkstund í viðbót við daginn? Íris Róbertsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:01 „Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
„Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun