„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira